Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 25 nóvember 2023

Jarðfræðingur segir mikilvægt sveitarfélög á Íslandi læri af reynslu Grindvíkinga og kortleggi sprungur og hættusvæði í íbúabyggð. Jarðvísindamenn telja helstu hreyfingar í Grindavíkurbæ lokið og vel mögulegt byggja upp bæinn á ný.

Erlendir sérfræðingar hafa verið fengnir til korleggja hættur á Reykjanesskaga og aðstoða við undirbúning, ef til elgoss kemur.

Fjórtán gíslar til viðbótar verða frelsaðir frá Gaza í dag og fjörutíu og tveimur palestínskum föngum sleppt. Vopnahlé virðist ætla halda enn, annan daginn í röð.

Mennirnir sem voru handteknir vegna hnífaárásar í Grafaholti í gær voru látnir lausir eftir yfirheyrslur. Lögregla býst við yfirheyra fleiri vegna málsins í dag.

Eimskip hefur boðað breytingar á leiðakerfi sínu til bregðast við losunarskatti Evrópusambandsins.

Gamall braggi í miðbæ Egilsstaða er orðinn þrætuepli í byggðaráði Múlaþings og er meirihlutinn klofinn í málinu. Byggðaráð samþykkti sveitarfélagið skyldi eiga braggann áfram og yrði sett í lagfæra hann.

Tuttugu og þriggja ára suðurkóresk kona var nýverið dæmd í lífstíðarfangelsi þar í landi fyrir hrottafengið morð á ungum kennara. Ástæðan baki morðinu hefur vakið mikinn óhug.

Frumflutt

25. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir