Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 26. september 2023

Allt stefnir í engin kennsla verði í fangavarðaskólanum næsta vetur. Staða lögbundins náms fangavarða hefur þróast á verri veg, segir formaður Fangavarðafélags Íslands.

Það er skellur þurfa reisa nýtt fangelsi við Litla Hraun fyrir sjö milljarða, segir fjármálaráðherra; en það stangist þó ekki á við hagræðingaráform enda ódýrara en laga það gamla.

Stýrivextir verða hækkaðir í það minnsta einu sinni enn, áður en hugað verður lækkun, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. Bankinn telur verðbólga minnki ekki ráði fyrr en á vormánuðum.

Tuttugu fórust í sprengingu í Nagorno-Karabakh í gær og nær þrjú hundruð slösuðust. Sprengingin varð við olíutanka og var fjöldi fólks þar sækja eldsneyti á bíla sína til geta lagt á flótta.

Síldarvinnslan hefur keypt helming í sölufélagi Samherja fyrir 4,7 milljarða króna. Forstjóri Samherja þurfi víkja sæti úr stjórn Síldarvinnslunnar við meðferð málsins.

Siðfræðinefnd Danmerkur leggur til lög um þungunarrof verði rýmkuð. Meirihluti nefndarmanna telur þungunarrof eigi vera heimilt til loka átjándu viku í stað tólftu.

Auknar tekjur til sveitarfélaga og sanngjarnari úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er á meðal þess sem fram kemur í aðgerðaáætlun innviðaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag.

Íslenska kvennalandsliðið mætir Þjóðverjum í þjóðadeild Evrópu í fótbolta síðdegis. Ekki síst er mikið í húfi fyrir Þjóðverja, sem hefur gengið illa, og starf þjálfarans gæti hangið á bláþræði.

Frumflutt

26. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,