Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20. nóvember 2023

Landsbjörg hefur óskað eftir aðstoð frá björgunarsveitum á landsbyggðinni til létta álagi af sveitunum sem hafa staðið vaktina á Reykjanesskaga. Um ellefu hundruð björgunarsveitarmenn hafa verið störfum undanfarna ellefu daga. Skýr merki eru um landris í Svartsengi.

Safnskólar verða á fjórum stöðum í Reykjavík fyrir grunnskólabörn frá Grindavík. Búið er finna húsnæði fyrir leikskólabörn en enn á eftir finna starfsfólk.

Ísraelsher hefur umkringt fleiri sjúkrahús á Gaza í leit höfuðstöðvum Hamas-samtakanna. Viðræðum um vopnahlé miðar vel. Stjórnvöld í Katar segja styttast í samkomulag sem feli í sér gíslum í haldi Hamas verði sleppt.

Frjálshyggjumaðurinn Javier Milei verður næsti forseti Argentínu. Hann boðar breytta tíma og endurreisn í efnahagsmálum sem eru í kaldakoli, verðbólga þar nálgast 150%.

Engin rækja verður veidd í Ísafjarðardjúpi og aðeins 166 tonn í Arnarfirði ef farið verður ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Forsvarsmaður rækjuvinnslu á Vestfjörðum vonar ráðgjöfin verði endurskoðuð í febrúar.

Sam Altman, sem var rekinn úr forstjórastóli gervigreindarfyrirtækisins Open AI, á föstudag hefur verið ráðinn til Microsoft. Uppsögnin olli umróti þar sem lykilhópur starfsmanna fylgir Altman.

Stofn íslensku sumargotssíldarinnar er á hraðri uppleið eftir mörg mögur ár. Ekki er hægt rannsaka stofninn sem skyldi vegna niðurskurðar.

Í kvöld ræðst hvort karlalandslið Íslands í fótbolta kemst í umspil um laust sæti á lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári. Liðið tapaði 2-0 fyrir Por túgal í gær.

Frumflutt

20. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir