Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og ræddi um friðarhorfur í Úkraínu. Vandræði hjá forsætisráðherrum Noregs og Danmerkur voru líka rædd.
Við litum yfir störf Alþingis það sem af er. Skoðuðum fjölda mála sem lögð hafa verið fram, hvar þau eru stödd og sitthvað fleira.
Samgönguáætlun var kynnt í gær. Við fórum yfir málin með Jónasi B. Guðmundssyni á Ísafirði, en hann hefur lengi haft áhuga á samgöngubótum á landinu öllu og heldur úti bæði félagi og vef um samgöngur.
Luciano Pavarotti - Nessun Dorma.
Swinging on a star - Bing Crosby.


Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Hjörleifur er faðir Hávarðar tvítugs drengs sem tók líf sitt eftir margra ára baráttu við fíkn. Hann segir sögu drengsins síns og endalausa baráttu þeirra við kerfið sem brást.

Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Lagalistinn:
Sigurður Ólafsson & Hlj. Björns R. Einarssonar - Til eru fræ.
Haukur Morthens - Farin.
Elsa Sigfúss - Den Gamle Sang Om enhver/Farvel Og Paa Gensyn.
Van Wood Quartet - Il Nostro Giorno.
The Mills Brothers - Lazybones.
Karlakórinn Söngbræður - Ökuljóð.
Julie London - I'm Glad There Is You.
14 Fóstbræður - Rúmbu-Syrpa.
TOM JONES - Green, Green Grass Of Home.
Pikknikk - Engan fann ég betri.
Spaðar - Angurblús.
Svavar Lárusson - Sjana síldarkokkur.
Ingibjörg Smith - Við Gengum Tvö.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Tíminn flýgur, jólin nálgast óðfluga og eftir þau eru áramótin handan hornsins. Upptökur á Skaupinu hafa staðið yfir og klárast fljótlega og við ákváðum að taka aðeins púlsinn á því hvernig gengur. Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason eru leikstjórar Skaupsins í ár. Þeir hafa báðir talsverða reynslu úr leikstjórn og framleiðslu grínefnis fyrir sjónvarp. Við kynntumst þeim aðeins betur í dag og heyrðum hvernig gengur með Skaupið í ár.
Tvíeykið Soffía og Anna Sigga voru víðfrægar í kringum 1960 og skipuðu sér þá í hóp skemmtikrafta dúetta eins og Baldur og Konni ofl. Þær voru jafnframt meðal allra fyrstu barnastjarna Íslandssögunnar. Þær Soffía Árnadóttir og Sigríður Anna Þorgrímsdóttir voru ungar að árum þegar þær urðu stjörnur í íslenskri dægurlagamenningu. Við fundum viðtal við þær stöllur frá áttunda áratuginum og þá vorru þær orðnar ungar mæður og voru þarna að hittast í fyrsta skipti í 15 ár þar sem þær minntust þessara tíma.
Valdimar Þór Svavarsson var svo hjá okkur eins og undanfarna fimmtudaga og við héldum áfram að ræða margbreytileika mannlegra samskipta með honum. Við tókum upp þráðinn frá því í síðustu viku þar sem Valdimar fór yfir mörk og markaleysi og það að setja mörk. Það er um nóg að ræða þegar kemur að því og mannlegum samskiptum.
Tónlist í þættinum í dag:
Ég hlakka svo til / Lón (Gianni Bella, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Rudolph the Red-nosed Reindeer / Ella Fitzgerald (Johnny Marks)
Órabelgur / Soffía og Anna Sigga (Árni Ísleifsson, texti Númi Þorbergsson)
Komdu niður / Soffía og Anna Sigga (Jón Sigurðsson)
Santa Claus is Coming to Town / Dolly Parton (Fred J. Coots & Haven Gillespie)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Skólameistari Borgarholtsskóla telur að ákvörðun menntamálaráðherra um að framlengja ekki skipunartíma hans sé pólitísk og spretti af afstöðu hans til breytinga á framhaldsskólastiginu og skómálinu svokallaða. Hart var sótt að forsætisráðherra vegna ákvarðana og aðgerða ráðherra Flokks fólksins á Alþingi í morgun.
Ný samgönguáætun er umdeild fyrir ýmsar sakir. Austfirðingar sakna nýframkvæmda og Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir segir óskynsamlegt að byggja nýja flugstöð í Vatnsmýri.
Veiðifélög á Norðurlandi vestra hafa aftur höfðað mál gegn ríkinu vegna rekstrarleyfis fyrir sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Umhverfissjóður Bjarkar Guðmundsdóttur og Íslenski náttúruverndarsjóðurinn fjármagna málsóknina.
Byrjað er að loka samfélagsmiðlareikningum ástralskra unglinga. Lög sem banna börnum yngri en 16 ára að vera á þessum miðlum taka gildi í Ástralíu eftir tæpa viku.
Ólaunuð vinna innan veggja heimilisins lendir frekar á herðum kvenna en karla samkvæmt nýrri könnun Vörðu
Kvennalandsliðið í handbolta spilar við Spán í kvöld í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins. Liðið ætlar að standa sig betur en gegn Svartfellingum á þriðjudag.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, kynnti í gær samgönguáætlun til ársins 2040. Þar kenndi ýmissa grasa eins og ítarlega hefur verið fjallað um en hér í dag beinum við sjónum okkar að Reykjavíkurflugvelli - sem á samkvæmt kynningunni að festa í sessi. Lagt er til að byggja nýja flugstöð, taka í notkun fjarturn fyrir flugumferðarstýringu og ráðast í endurbætur á aðflugsljósum.
Viðmælendur:
Margrét Manda Jónsdóttir, stjórnarmaður í Hljóðmörkum
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður og formaður Hjartans í Vatnsmýri
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Í dag fjöllum við um hugverkaiðnaðinn og þau hvatakerfi sem ætlað er að styðja rannsóknir og þróun hjá íslenskum fyrirtækjum. Nokkur óánægja hefur verið með þessi mál og einhver fyrirtæki hafa hótað því að sækja stuðning út í heim og jafnvel flytja starfsemina úr landi. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa, ætlar að kíkja til okkar og ræða þessi mál í upphafi þáttar.
Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur verður með okkur eins og venja er á hálfsmánaðarfresti. Í dag ætlar hann að fjalla um rúsínur og aukna notkun þeirra nú þegar jólin nálgast.
Starfshópur á vegum félags- og húsnæðismálaráðherra skilaði í byrjun október af sér skýrslu um málefni fullorðinna einhverfra. Starfshópnum var falið að greina stöðu og þjónustu fullorðinna einhverfra á Íslandi, meta þörf á aðkomu hins opinbera og leggja fram tillögur til úrbóta. Einhverfusamtökin gera nokkrar athugasemdir við skýrslu starfshópsins. Valdís Guðmundsdóttir er í stjórn samtakanna og ætlar að deila með okkur sínum hugleiðingum. En byrjum á hugverkaiðnaðinum.
Margrét Lóa Jónsdóttir ræðir við fólk um draumastaði í þáttum frá árinu 2005
Margrét Lóa Jónsdóttir ræðir við fólk um draumastaði í þáttum frá árinu 2005
5. þáttur af 5 frá 2005. Umsjón: Margrét Lóa Jónsdóttir. Gestur þáttarins: Auður Ólafsdóttir, listfræðingur og rithöfundur. Auður talaði um draumastaðinn sinn, Sikiley.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Við kynnum okkur nýútkomna plötu sellóleikarans og ljóðskáldsins Steinunnar Arnbjargar Stefánsdóttur, sem hún kallar Í ísbúð/Radość życia. Platan er eins konar portrett af Íslandi, sprottin úr tónleikaferð sem hún hélt í, ásamt tveimur öðrum flytjendum sem búsettir eru á Norðurlandi. ,,Einu sinni áttu öll börn á Íslandi sveit. Nú á Ísland mörg tungumál," - segir Steinunn, og útskýrir með því efnisskránna, sem er að tíunda hluta á pólsku, ásamt því að eitt lag er sungið á svahílí, völdum fulltrúa fjölda annarra tungumála.
Svo fáum við einnig í heimsókn til okkar tónlistarmennina og vinina Tómas Guðna Eggertsson orgelleikara og Davíð Þór Jónsson píanóleikara. Þeir félagar hafa í mörg ár haldið tónleika í aðdraganda jólanna þar sem þeir túlka jólasálmaforleiki Bachs. Þessi kyrrðarstund fer fram í Hallgrímskirkju í hádeginu á laugardag.
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.
Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.
Í fyrsta þættinum fjöllum við um þýsk/amerísk/nýsjálenska fjárfestinn Peter Thiel, læriföður varaforsetans JD Vance og fyrsta áhrifamanninn úr Silicon Valley sem studdi við Donald Trump. Peter Thiel er einn af mönnunum á bakvið Paypal ásamt Elon Musk og fleirum, hann á eftirlitsfyrirtækið Palantir og er einn helsti pólitíski hugsuður Kísildalsins. Árið 2009 lýsti hann því yfir að hann hefði misst trúna á að lýðræði og frelsi væru samrýmanleg.
Það efni sem við notuðum við gerð þáttarins var meðal annars eftirfarandi:
Textar eftir Peter Thiel:
- Zero to One: Notes on Startups, Or How to Build the Future (2014)
- Education of a Libertarian (2009):
https://www.cato-unbound.org/2009/04/13/peter-thiel/education-libertarian/
- The Straussian Moment (2007):
https://gwern.net/doc/politics/2007-thiel.pdf
Viðtöl við Thiel:
- Triumph of the Counter-Elites (2024):
https://podcastnotes.org/honestly-with-bari-weiss/peter-thiel-on-the-triumph-of-the-counter-elites-honestly-with-bari-weiss/
- Peter Thiel is taking a break from democracy (2023):
https://www.theatlantic.com/politics/
archive/2023/11/peter-thiel-2024-election-politics-investing-life-views/675946/
- The state contains violence (2023):
https://www.youtube.com/watch?v=qh_nxwTwKrg
Umfjallanir blaðamanna um Thiel
- Ævisagan The Contrarian: Peter Thiel and Silicon Valley's Pursuit of Power (2019) eftir Max Chafkin.
- Inside the New Right, Where Peter Thiel Is Placing His Biggest Bets (2022):
https://www.vanityfair.com/news/2022/04/inside-the-new-right-where-peter-thiel-is-placing-his-biggest-bets
Fréttir
Fréttir
Ýmislegt í kynningu innviðaráðherra á nýrri forgangsröðun jarðganga er á skjön við skýrslu rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri um jarðgangakosti á Austurlandi, segir höfundur hennar.
Ísrael fær að vera með í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor. Nýjar reglur um kosningar í keppninni voru samþykktar á fundi Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva í dag.
Mistök voru gerð við útgáfu byggingarleyfis fyrir sjö metra háan gámavegg og geymslu skotelda í Hafnarfirði, að sögn bæjarstjóra. Leyfið hefur verið afturkallað.
Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa komið rörasprengjum við húsnæði bæði Repúblikana og Demókrata kvöldið fyrir árásina á bandaríska þinghúsið fyrir tæpum fimm árum.
Alþýðusamband Íslands lítur það alvarlegum augum að fólk tapi háum fjárhæðum í viðskiptum við tryggingamiðlanir. Hið opinbera þurfi að koma neytendum til varnar.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Þegar vindurinn slapp út í heiminn (Inúítasaga frá Grænlandi)
Strákurinn sem fór til norðanvindsins (Noregur)
Og þess vegna eru sum tré sígræn (saga frá Chippewa ættbálkinum í N- Ameríku)
Leikraddir:
Bjarni Gunnar Jensson
Eva Halldóra Guðmundsdóttir
Fjölnir Ólafsson
Guðni Tómasson
Hafsteinn Vilhelmsson
Jóhannes Ólafsson
Pétur Grétarsson
Ragnar Eyþórsson
Sigríður Salka Fjölnisdóttir
Vala Bjarney Gunnarsdóttir
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Á efnisskrá:
- Concerto grosso op. 6 nr. 8, Jólakonsertinn eftir Archangelo Corelli.
- Eine kleine Nachtmusik, serenaða eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
- Óbókonsert í d-moll eftir Johann Sebasitan Bach.
- Sinfónía nr. 10 eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
- Sinfónía nr. 49 eftir Joseph Haydn.
Einleikari: Julia Hantschel.
Stjórnandi: Fabio Biondi.
Kynnir: Ása Briem.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Í dag fjöllum við um hugverkaiðnaðinn og þau hvatakerfi sem ætlað er að styðja rannsóknir og þróun hjá íslenskum fyrirtækjum. Nokkur óánægja hefur verið með þessi mál og einhver fyrirtæki hafa hótað því að sækja stuðning út í heim og jafnvel flytja starfsemina úr landi. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa, ætlar að kíkja til okkar og ræða þessi mál í upphafi þáttar.
Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur verður með okkur eins og venja er á hálfsmánaðarfresti. Í dag ætlar hann að fjalla um rúsínur og aukna notkun þeirra nú þegar jólin nálgast.
Starfshópur á vegum félags- og húsnæðismálaráðherra skilaði í byrjun október af sér skýrslu um málefni fullorðinna einhverfra. Starfshópnum var falið að greina stöðu og þjónustu fullorðinna einhverfra á Íslandi, meta þörf á aðkomu hins opinbera og leggja fram tillögur til úrbóta. Einhverfusamtökin gera nokkrar athugasemdir við skýrslu starfshópsins. Valdís Guðmundsdóttir er í stjórn samtakanna og ætlar að deila með okkur sínum hugleiðingum. En byrjum á hugverkaiðnaðinum.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Tíminn flýgur, jólin nálgast óðfluga og eftir þau eru áramótin handan hornsins. Upptökur á Skaupinu hafa staðið yfir og klárast fljótlega og við ákváðum að taka aðeins púlsinn á því hvernig gengur. Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason eru leikstjórar Skaupsins í ár. Þeir hafa báðir talsverða reynslu úr leikstjórn og framleiðslu grínefnis fyrir sjónvarp. Við kynntumst þeim aðeins betur í dag og heyrðum hvernig gengur með Skaupið í ár.
Tvíeykið Soffía og Anna Sigga voru víðfrægar í kringum 1960 og skipuðu sér þá í hóp skemmtikrafta dúetta eins og Baldur og Konni ofl. Þær voru jafnframt meðal allra fyrstu barnastjarna Íslandssögunnar. Þær Soffía Árnadóttir og Sigríður Anna Þorgrímsdóttir voru ungar að árum þegar þær urðu stjörnur í íslenskri dægurlagamenningu. Við fundum viðtal við þær stöllur frá áttunda áratuginum og þá vorru þær orðnar ungar mæður og voru þarna að hittast í fyrsta skipti í 15 ár þar sem þær minntust þessara tíma.
Valdimar Þór Svavarsson var svo hjá okkur eins og undanfarna fimmtudaga og við héldum áfram að ræða margbreytileika mannlegra samskipta með honum. Við tókum upp þráðinn frá því í síðustu viku þar sem Valdimar fór yfir mörk og markaleysi og það að setja mörk. Það er um nóg að ræða þegar kemur að því og mannlegum samskiptum.
Tónlist í þættinum í dag:
Ég hlakka svo til / Lón (Gianni Bella, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Rudolph the Red-nosed Reindeer / Ella Fitzgerald (Johnny Marks)
Órabelgur / Soffía og Anna Sigga (Árni Ísleifsson, texti Númi Þorbergsson)
Komdu niður / Soffía og Anna Sigga (Jón Sigurðsson)
Santa Claus is Coming to Town / Dolly Parton (Fred J. Coots & Haven Gillespie)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.
Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.
Í fyrsta þættinum fjöllum við um þýsk/amerísk/nýsjálenska fjárfestinn Peter Thiel, læriföður varaforsetans JD Vance og fyrsta áhrifamanninn úr Silicon Valley sem studdi við Donald Trump. Peter Thiel er einn af mönnunum á bakvið Paypal ásamt Elon Musk og fleirum, hann á eftirlitsfyrirtækið Palantir og er einn helsti pólitíski hugsuður Kísildalsins. Árið 2009 lýsti hann því yfir að hann hefði misst trúna á að lýðræði og frelsi væru samrýmanleg.
Það efni sem við notuðum við gerð þáttarins var meðal annars eftirfarandi:
Textar eftir Peter Thiel:
- Zero to One: Notes on Startups, Or How to Build the Future (2014)
- Education of a Libertarian (2009):
https://www.cato-unbound.org/2009/04/13/peter-thiel/education-libertarian/
- The Straussian Moment (2007):
https://gwern.net/doc/politics/2007-thiel.pdf
Viðtöl við Thiel:
- Triumph of the Counter-Elites (2024):
https://podcastnotes.org/honestly-with-bari-weiss/peter-thiel-on-the-triumph-of-the-counter-elites-honestly-with-bari-weiss/
- Peter Thiel is taking a break from democracy (2023):
https://www.theatlantic.com/politics/
archive/2023/11/peter-thiel-2024-election-politics-investing-life-views/675946/
- The state contains violence (2023):
https://www.youtube.com/watch?v=qh_nxwTwKrg
Umfjallanir blaðamanna um Thiel
- Ævisagan The Contrarian: Peter Thiel and Silicon Valley's Pursuit of Power (2019) eftir Max Chafkin.
- Inside the New Right, Where Peter Thiel Is Placing His Biggest Bets (2022):
https://www.vanityfair.com/news/2022/04/inside-the-new-right-where-peter-thiel-is-placing-his-biggest-bets

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Æskuvinkonurnar Ásdís Vala Freysdóttir sálfræðingur og Hjördís Hafsteinsdóttir talmeinafræðingur eru á bak við Orðablik, sem er frumkvöðlafyrirtæki sem ætlað er að efla málþroska barna og stuðla að gæðastundum með þeim. Nú hafa þær sent frá sér Jólablik, sem tvinnar saman jólasögu, samveru og dagatal fram að jólum. Í sögunni er fjölbreyttur orðaforði og á hverri opnu eru ákveðin orð tekin fyrir og útskýrð nánar með það að markmiði að efla orðaforða barna.
Hvernig tökum við á móti þeim upplýsingum vikunnar að við séum allt of þung og óhollustusöm án þess að fyllast skömm og bugast? Og það þegar að jólin eru framundan? Ragnhildur Þórðardóttir heilsusálfræðingur sagði okkur hvernig við skrúfum hausinn rétt á.
Gusuæði virðist hafa heltekið þjóðina en ásamt því að stunda gusurnar hópast fólk í sérstakt gusumeistaranám þar sem það kynnist töfraheimi sánagúsiðjunnar og lærir mikilvægan grunn til að leiða gusandi góða gusu. En hvað er gusa, hvaðan kom það og hver er munurinn á gusu og hefðbundinni sánu? Gusumeistarinn Vala Baldursdóttir leit við í Morgunútvarpinu en hún hefur ferðast víða og kennt fólki listina að gusa.
Ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar menntamálaráðherra að framlengja ekki skipunartíma Ársæls Guðmundssonar sem skólameistara Borgarholtsskóla hefur verið talsvert umtöluð. Ársæll leit við hjá okkur í síðasta bolla þáttarins.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Það ætlaði allt um koll að keyra í Morgunverkunum þegar Samúel Jón Samúelsson kom með mini útgáfu af Big bandinu sínu, þeir gerðu sér litið fyrir og tóku Last Christmas og Feliz Navidad. Jóla hvað og af hverju var líka á sínum stað.
Lagalisti þáttarins:
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON – Sjáumst aftur
RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR – Draumaprinsinn
ELVAR – Miklu betri einn
SVENNI ÞÓR – Hlauptu hlauptu Rúdolf
THE POGUES & KIRSTY MCCOLL – Fairytale Of New York
SYCAMORE TREE – Forest Rain
BRÍET – Sweet Escape
ANDRI EYVINDS – Bakvið ljósin – Jólalagakeppni Rásar 2 2025
KT TUNSTALL – Suddenly I See
ROBYN – Dopamine
VANILLA ICE – Ice Ice Baby
ÞÚ OG ÉG – Hátíðarskap
FLEETWOOD MAC – Dreams
LAUFEY – Mr. Eclectic
HJÁLPARSVEITIN – Hjálpum Þeim
STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR, GRADUALEKÓR LANGHOLTSKIRKJU, SALKA SÓL EYFELD – Á jólunum er gleði og gaman
RIHANNA – Umbrella
PRINS PÓLÓ – Jólakveðja
TRÚBROT – To Be Grateful
ELLÝ VILHJÁLMS – Ég Sá Mömmu Kyssa Jólasvein
VILBERG PÁLSSON – Spún
BERGLIND MAGNÚSDÓTTIR – Jólagjöfin í ár! – Jólalagakeppni Rásar 2 2025
BIRNIR, TATJANA – Efsta hæð
ALICE MERTON – No Roots
CURTIS HARDING – The Power
BOGOMIL FONT - Mele kalikamaka
SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON BIGBAND í beinni:
Last Christmas og Feliz Navidad
LOLA YOUNG – d£aler
DAVID BOWIE & PAT METHENY – This Is Not America
ICEGUYS – María Mey
UNA TORFADÓTTIR, CEASETONE – Þurfum ekki neitt
ELVIS PRESLEY – Blue Christmas
NÝDÖNSK – Stundum
JORDANA, ALMOST MONDAY – Jupiter
BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR – Jólakötturinn
HAFDÍS HULD – Action Man
JÚNÍUS MEYVANT – Gold laces
HAYLEY WILLIAMS, DAVID BYRNE – What Is The Reason For It
KINGS OF CONVENIENCE – I'd rather dance with you (radio mix)

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Skólameistari Borgarholtsskóla telur að ákvörðun menntamálaráðherra um að framlengja ekki skipunartíma hans sé pólitísk og spretti af afstöðu hans til breytinga á framhaldsskólastiginu og skómálinu svokallaða. Hart var sótt að forsætisráðherra vegna ákvarðana og aðgerða ráðherra Flokks fólksins á Alþingi í morgun.
Ný samgönguáætun er umdeild fyrir ýmsar sakir. Austfirðingar sakna nýframkvæmda og Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir segir óskynsamlegt að byggja nýja flugstöð í Vatnsmýri.
Veiðifélög á Norðurlandi vestra hafa aftur höfðað mál gegn ríkinu vegna rekstrarleyfis fyrir sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Umhverfissjóður Bjarkar Guðmundsdóttur og Íslenski náttúruverndarsjóðurinn fjármagna málsóknina.
Byrjað er að loka samfélagsmiðlareikningum ástralskra unglinga. Lög sem banna börnum yngri en 16 ára að vera á þessum miðlum taka gildi í Ástralíu eftir tæpa viku.
Ólaunuð vinna innan veggja heimilisins lendir frekar á herðum kvenna en karla samkvæmt nýrri könnun Vörðu
Kvennalandsliðið í handbolta spilar við Spán í kvöld í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins. Liðið ætlar að standa sig betur en gegn Svartfellingum á þriðjudag.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Í þættinum í gær ræddum við við Margréti Víkingsdóttur sem var í öngum sínum vegna kröfu frá Matvælastofnun, MAST, um að aflífa ætti hundinn hennar ef hún sýndi ekki fram á betri meðferðir hundinum til handa en hann þjáist af gigt. Hún segir hundinn vel haldinn og í meðferðum. Saga hennar hreyfði við mörgun og rigndi viðbrögðum yfir þáttastjórnendur í gær. En hvert er verklag MAST í svona málum? Þóra Jóhanna Jónasdóttir, yfirdýralæknir, var á línunni.
Í gær var ný samgönguáætlun 2026-2040 kynnt. Það var Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sem kynnti áætlunina, en einnig aðgerðaáætlun til fimm ára. Meðal þess sem kynnt var voru áform um jarðgöng og þar voru Fljótagöng (5,2km) sett efst í forgangslistann vegna sérstaklega hættulegrar náttúruvár en Fljótagöng munu tengja Siglufjörð og Fljótin og leysa Strákagöng af hólmi.
Þar á eftir koma Fjarðagöng og Súðarvíkurgöng. En hvað þýðir þetta á mannamáli og hver verða fyrstu skrefin þegar ákvörðun um jarðgöng hefur verið tekin ? Guðmundur Valur Guðmundsson er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar og hann kom í Síðdegisútvarpið i dag.
Guðmundur Ingi Þóroddsson - Afstaða félaga Fanga
Við fengum fréttir af því að í gær hafi verið haldinn fundur um Exit-úrræði, sem er formlegt samstarf opinberra aðila og félagasamtaka um stuðning við einstaklinga sem vilja hverfa frá ofbeldisfullum eða afbrotatengdum lífsstíl, var haldinn á Hólmsheiði í dag. En hvað þýðir þetta Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu félags fanga og hann kom til okkar og sagði frá.
Mikil aukning hefur orðið í sölu og skráningum nýrra bíla í nóvember sl. Nemur aukningin, borin saman við sama mánuð í fyrra, um 150 prósentum. En séu kaup bílaleiganna skoðuð nemur aukning á kaupum á bensín- og dísilbílum 535%. Þetta munu vera viðbrögð bílaleignanna við fyrirsjáanlegri hækkun vörugjalda sem leggjast munu með miklum þunga á bensín- og dísilbíla. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdarstjóri Bílgreinasambandsins, fór yfir stöðuna á bílamarkaði með okkur.
Nemendur í Borgarholtsskóla hafa stofnað undirskriftarlista til stuðnings skólameistara sínum Ársæli Guðmundssyni eftir að mennta- og barnamálaráðherra ákvað að framlengja ekki skipun Ársæls. Hallur Hrafn Garðarsson Proppé, formaður nemendafélags skólans var á línunni.
Séra Bragi Friðriksson kom víða við á langri ævi. Á bókakápu ævisögu hans sem er nýkomin út segir að Bragi hafi lagt grunn að æskulýðsstarfi Reykjavíkur og Þjóðkirkjunnar, stofnað ungmennafélagið Stjörnuna, æskulýðs og skátafélög en Bragi er oft kallaður faðir Garðabæjar. Ævisöguna ritar Hrannar Bragi Eyjólfsson sem er barnabarn Braga og hann kom til okkar í dag.
Og svo líta þau inn til okkar Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson en í kvöld verður sýndur fyrsti þáttur af þremur sem nefnist Uppskrift að jólum.
Fréttir
Fréttir
Ýmislegt í kynningu innviðaráðherra á nýrri forgangsröðun jarðganga er á skjön við skýrslu rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri um jarðgangakosti á Austurlandi, segir höfundur hennar.
Ísrael fær að vera með í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor. Nýjar reglur um kosningar í keppninni voru samþykktar á fundi Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva í dag.
Mistök voru gerð við útgáfu byggingarleyfis fyrir sjö metra háan gámavegg og geymslu skotelda í Hafnarfirði, að sögn bæjarstjóra. Leyfið hefur verið afturkallað.
Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa komið rörasprengjum við húsnæði bæði Repúblikana og Demókrata kvöldið fyrir árásina á bandaríska þinghúsið fyrir tæpum fimm árum.
Alþýðusamband Íslands lítur það alvarlegum augum að fólk tapi háum fjárhæðum í viðskiptum við tryggingamiðlanir. Hið opinbera þurfi að koma neytendum til varnar.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Vilberg Pálsson - Spún
Páll Óskar & Benni Hemm Hemm - Undir Álögum
Portugal the man -Tanana
Jordan Rakei - What it gave me
Wednesday - Elderberry wine
David Walters - Voodoo Love
Rakel - Always
Ásta - Melabúðin
Raye - Where is my husband
Lamomali - Toi l´enfant
Obongjayar - Give me more
Oscar Jerome - Easier
Olivia Dean - So easy ( to fall in love )
Amy Winehouse - Half time
Bríet - Sweet Escape
Stefán Hilmarsson - það má lyfta sér upp
Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg
Konkolo Orchestra - Grass ain´t greener
Gorillaz & Idles - The God of lying
Courtney Barnett - Stay in your lane
Pulp - The man comes around
Amber Mark - Sink in
Kusk & Óviti - Læt frá mér læti
Alaska 1867 - Sorry
Yaeji - 29
Knackered - hot and bothrd ( depression talking)
Kenny Dope, Roisin Murphy - Born under punches ( The heat goes on ) ( Dub version )
Crazy P - Not too late
YĪN YĪN- Lecker Song
Tatjana & Birnir - Efsta Hæð
Robyn - Dopamine( Jamie XX remix)
Weval - On
Sassy 009 - Enemy
Sky Newman - FU & UF
Hávarður Máni Hjörleifsson - Tíminn er að renna upp
FKA Twigs - Drums of death
Fred Again - Feisty
Lucasjoshua - All ovr the floor
Mestiza - Solea de las cavilaciones
Cajmere feat Dajae - Brighter days ( Underground goodies mix )
Mobb Deep - Shook ones pt.II
Skurken - Móatún 7
Portishead - Roads
Rakel - 11:11

Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.