Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Fjórar vikur eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Fjallað er um kosningabaráttuna á þriðjudögum á Morgunvaktinni. Að þessu sinni var rætt um bandaríska utanríkispólitík og áherslur frambjóðendanna í málafloknum. Albert Jónsson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra í Washington, var gestur þáttarins.
Í Berlínarspjalli sagði Arthur Björgvin Bollason meðal annars frá vaxandi gyðingaandúð í Þýskalandi síðan átök brutust út milli Ísraelshers og Hamas fyrir ári. Hann sagði líka frá ljósahátíð í Berlín og söngvaskáldinu Konstantín Wreck.
Í lok þáttar sagði Hranfkell Lárusson sagnfræðingur frá nýútkominni bók sinni Lýðræði í mótun. Í henni fjallar hann um þátttöku almennings í lýðræðisþróuninni á Íslandi á árabilinu 1874 til 1915.
Tónlist:
Ég sá þig snemma dags - Ríó tríó,
Cielito lindo - Manu Dibango.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Málþing ADHD samtakanna, Konur - vitund og valdefling, verður haldið á föstudaginn. Markmið þingsins verður að fjalla um ADHD út frá styrkleikum, sjálfsmildi og sigrum. Þar verða fjöldi fyrirlestra um efni sem spurt hefur verið eftir meðal kvenna með ADHD. Við fengum Elínu H. Hinriksdóttur, sérfræðing hjá ADHD Samtökunum, til að segja okkur frá því hver efni fyrirlestranna er og Kristín Þórsdóttir, kynlífsmarkþjálfi kom með henni, en hún verður með fyrirlestur um kynlíf, hvatvísi og heilarugl og hún sagði okkur frá honum og einnig sinni reynslu en hún greindis með ADHD fyrir aðeins tveimur árum í kjölfar þess að dóttir hennar fór í gegnum greiningu.
Svo var það heilsuvaktin, sem er komin úr sumarfríi. Helga Arnardóttir talaði í dag við Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðing, sem þurfti að gera upp við sig hvort hún vildi verða verkjuð til langs tíma og rúmliggjandi vegna liðagigtar og óþols við lyfjagjöf eða umbylta sínu mataræði og lífstíl. Hún valdi seinni kostinn og hefur verið lyfjalaus í fimm ár og aldrei liðið betur. Hún tók út öll gjörunnin matvæli, sykur og gervisykur, mjólkurvörur og hveiti og eldar allt frá grunni. Þótt það sé flókið á köflum þá segir hún það allt á sig leggjandi til að vera verkjalaus og geta stundað daglegt líf. Við heyrðum þeirra spjall á Heilsuvaktinni í dag.
Tónlist í þættinum:
Borgin / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson)
Two of Us / The Beatles (Lennon & McCartney)
Frostrósir / Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ellý Vilhjálms (Freymóður Jóhannsson, eða 12.september)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Jón Snædal öldrunarlæknir talar um líf.
Umsjón hefur Oddný Sturludóttir doktorsnemi á menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Útvarpsfréttir.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tónskáldið Þórunn Gréta Sigurðardóttir hefur samið allskonar tónlist; kammertónlist, tónlist við innsetningar, vídeóverk og hreyfimyndir, söngtónlist og pönk, svo fátt eitt sé talið. Hún hefur sérstakt dálæti á að semja tónlist fyrir raddir, og hefur samið tvær óperur með ljóðskáldinu Kristínu Eiríksdóttur.
Lagalisti:
Óútgefið - Langlínusamtal við fúskara
Óútgefið - Ár á a streng
Óútgefið - Hrekkur
Kok - XVII
Óútgefið - Hundrað þúsund
Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Kvöldfréttir útvarps
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Berglind Festival er fræg fyrir að taka viðtöl við annað fólk, en hvað gerist þegar hún er sjálf í viðtali? Þær Fríða og Berglind ræða allt milli himins og jarðar; múmínbolla, tölvuleiki, ferðalög, viðtalstækni, vandræðaleg augnablik og hlátursköst. Hvað gerir maður ef það kemur svo allt í einu jarðskjálfti í miðju viðtali?
Viðmælandi: Berglind Festival
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tvennum tónleikum með framúrskarandi, ungu tónlistarfólki í forgrunni.
- Frá einleikstónleikum Ástu Dóru Finndóttur píanóleikara sem fram fóru í Salnum í Kópavogi, 5. júní sl.
Á efnisskrá eru verk eftir Frederic Chopin, Sergej Rakhmaninov, Sergej Prokofjev, Franz Lizt og Maurice Ravel.
Verkin sem hljóma af tónleikunum:
F. Chopin -Pólónesa í As – dúr, op. 53
S. Rachmaninoff -Etude-Tableaux í a – moll, op. 39 nr. 6
F. Chopin -Næturljóð í cís – moll, op. 27 nr. 1
S. Prokofjev - Sónata nr. 3 í a – moll, op. 28
F. Chopin - Næturljóð í Des – dúr, op. 27 nr. 2
F. Liszt- Transcendental Etýða nr. 12
F. Chopin - Ballaða nr. 4 í f – moll, op. 52
M. Ravel -Jeux d’eau
- Frá tónleikum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fram fóru í Eldborg, Hörpu 29. september sl.
Á efnisskrá er Fanfare for the Common Man eftir Aaron Copland og Sinfónía nr. 9, “úr nýja heiminum” eftir Antonín Dvorák. Sinfónían hljómar hér.
Stjórnandi: Nathanaël Iselin.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Þórhallur Sigurðsson les. Sagan fjallar um Íslending sem hvarf að heiman um dimma nótt frá fjölskyldu sinni og vinum og endaði sem einkaþjónn hjá bandaríska auðkýfingnum William Randolph Hearst eftir fyrri heimsstyrjöld. Hvers vegna yfirgaf hann konu sína og börn, blómlegt fyrirtæki og trausta stöðu í Reykjavík? Hvernig lenti hann í höll Hearsts blaðakóngs í Kaliforníu? (Áður á dagskrá 2010)
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Málþing ADHD samtakanna, Konur - vitund og valdefling, verður haldið á föstudaginn. Markmið þingsins verður að fjalla um ADHD út frá styrkleikum, sjálfsmildi og sigrum. Þar verða fjöldi fyrirlestra um efni sem spurt hefur verið eftir meðal kvenna með ADHD. Við fengum Elínu H. Hinriksdóttur, sérfræðing hjá ADHD Samtökunum, til að segja okkur frá því hver efni fyrirlestranna er og Kristín Þórsdóttir, kynlífsmarkþjálfi kom með henni, en hún verður með fyrirlestur um kynlíf, hvatvísi og heilarugl og hún sagði okkur frá honum og einnig sinni reynslu en hún greindis með ADHD fyrir aðeins tveimur árum í kjölfar þess að dóttir hennar fór í gegnum greiningu.
Svo var það heilsuvaktin, sem er komin úr sumarfríi. Helga Arnardóttir talaði í dag við Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðing, sem þurfti að gera upp við sig hvort hún vildi verða verkjuð til langs tíma og rúmliggjandi vegna liðagigtar og óþols við lyfjagjöf eða umbylta sínu mataræði og lífstíl. Hún valdi seinni kostinn og hefur verið lyfjalaus í fimm ár og aldrei liðið betur. Hún tók út öll gjörunnin matvæli, sykur og gervisykur, mjólkurvörur og hveiti og eldar allt frá grunni. Þótt það sé flókið á köflum þá segir hún það allt á sig leggjandi til að vera verkjalaus og geta stundað daglegt líf. Við heyrðum þeirra spjall á Heilsuvaktinni í dag.
Tónlist í þættinum:
Borgin / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson)
Two of Us / The Beatles (Lennon & McCartney)
Frostrósir / Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ellý Vilhjálms (Freymóður Jóhannsson, eða 12.september)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Útvarpsfréttir.
Kristrún Halla Helgadóttir, sagnfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, verður gestur okkar í upphafi þáttar. Hún hefur varpað nýju ljósi á manntalið 1753 og heldur erindi um óvenjulegan aðdraganda þess í dag.
Veist þú á hvaða lyfjum þú ert og til hvers? Við ræðum við Freyju Jónsdóttur lyfjafræðingur og lektor við HÍ og Margréti Ólafíu Tómasdóttur heimilislæknir og lektor við HÍ um lyfjanotkun okkar.
Í gær ræddum við við Söru Björg Sigurðardóttur, varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar og formann íbúaráðs Breiðholts, en hún hafði bent á í grein að þriðjungur barna af erlendum uppruna telji sig ekki tilheyra skólanum sínum. Við því þyrfti að bregðast, meðal annars með því að stokka upp aðalnámskrá og gæta að því að námsmat taki mið af ólíkum þörfum barna og styrkleikum. Í því samhengi nefndi hún að ekki væri sanngjarnt að kenna Kjalnesingasögu í áttunda bekk, eins og gert var í fyrra, þar sem 24 tungumál eru töluð í árganginum. Við ætlum að ræða þetta við Þorstein Sæberg, formann Skólastjórafélags Íslands.
Kjartan Ragnars, lögmaður og stjórnarmaður í Myntkaupum, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ætlum að ræða rafmyntamarkaðinn í ljósi kosninganna vestanhafs en báðir forsetaframbjóðendurnir hafa - nokkuð óvænt kannski - lýst yfir vilja til að styðja við þann markað og iðnaðinn sem honum tengist.
Fyrsta opinbera heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta Íslands hefst í dag. Hún er í Danmörku þar sem hún heimsækir Friðrik Danakonung. Þar er Hallgrímur Indriðason fréttamaður og við heyrum í honum.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Kvöldfréttir útvarps
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Útvarpsfréttir.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Mest fer fyrir ensku hljómsveitinni Tindersticks sem er á leiðinni til landins til að halda tónleika þriðjudaginn 29. október. Hljómsveitin er að koma í þriðja sinn til íslands - Spilaði á Nasa 2008 og svo í Hljómahöllinn í Reykjanesbæ 2020.
Óli P. spjallað við Stuart Staples söngvara Tindersticks á Zoom um daginn um nýju plötuna, æskuna – áhrifavalda, lagasmíðar og fleira.
Kris Kristofferson kemur líka við sögu í þættinum, Óli P. spjallaði við hann í síma fyrir 20 árum og við heyrum brot af því og brot frá tónleikunum hans í Laugardalshöll 14. Júní 2004 sem Rás 2 hljóðritaði. Kris lést síðasta sunnudag - 88 ára að aldri.
Við heyrum líka aðeins í Leonard Cohen í Laugardalshöll sumarið 1988 og Robert Smith úr The Cure segir okkur örlítið frá væntanlegri plötu – og nýja lagið þeirra – Alone.
En við byrjum í grænum almenningsgarði í Bristol með Massive Attack.