Læsi og lesskilningi barna á Íslandi hefur hrakað hratt á undanförnum árum þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til þess að sporna við þessari þróun. PISA-rannsókninn 2022 leiddi í ljós að tæplega helmingur 15 ára drengja býr ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi, sama gildir um tæplega þriðjung stúlkna. Niðurstaðan er áhyggjuefni fyrir þjóðina alla. Í þáttaröðinni Læsi er rætt við fjölbreyttan hóp fólks sem kemur að skóla- og fræðslumálum á Íslandi. Fólk sem leggur sitt af mörkum til að styðja við fjölbreytta flóru nemenda í skólum landsins.
Þáttaröðin Læsi er framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Nýtt matstæki, matsferill, verður tekið í notkun í grunnskólum landsins næsta skólaár. Um er að ræða samræmd próf sem mun gefa mun betri upplýsingar en fyrri gerðir samræmdra prófa og nýtast niðurstöðurnar öllum þeim sem koma að menntakerfinu. Það er margt vel gert í skólakerfinu og annað sem mætti gera betur. Ljóst er að samfélagið allt, ekki bara skólasamfélagið, verður að taka höndum saman og styðja við og rækta lestrar-hæfileika barna.
Viðmælendur í sjöunda þættis Læsis eru: Anna Kristín Sigurðardóttir, Freyja Birgisdóttir, Guðbjörg Rut Þórisdóttir, Helgi Arnarson, Rannveig Oddsdóttir og Valgarður Lyngdal Jónsson.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Þrír nýkjörnir Alþingismenn voru gestir klukkan hálfa átta. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, var kjörin á þing fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi, Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, er nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður og Sigurður Helgi Pálmason, safnamaður og þáttastjórnandi, náði kjöri fyrir Flokk fólksins í Suðurkjördæmi.
Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, fór yfir kosningaúrslit í Írlandi og Rúmeníu, hann sagði frá spennu í stjórnmálunum í Frakklandi og heimsókn forystufólks í Evrópusambandinu til Úkraínu.
Fluttur var níundi hluti þáttaraðar Sóleyjar Kaldal um öryggismál.
Tónlist:
Braggablús - Mannakorn,
Kóngur einn dag - Magnús Eiríksson og KK,
Það er svo skrítið - Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru nokkur erlend popplög sem nutu vinsælda árið 1984. Hall & Oates flytja lagið Out of Touch, Tina Turner syngur lagið Better Be Good To Me, hljómsveitin Cars flytur lagið Drive, Pat Benatar syngur lagið We Belong, Huey Lewis & The News flytja lagið The Heart of Rock 'n' Roll, Stranglers flytja lagið Skin Deep, Alison Moyet syngur All Cried Out, Jim Diamond flytur lagið I Should Have Known Better og að lokum flytur Stevie Wonder lagið I Just Called To Say I Love You. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Aukin harka er komin í samskipti barna í öllum árgöngum grunnskóla en þó sérstaklega á miðstigi og unglingastigi. Strákar þurfa að vera harðir og óhræddir og mega ekki klaga. Húmorinn er grimmur og stelpa eiga það til að lenda undir og láta lítið fyrir sér fara, en þar á bæ skiptir útlitið hvað mestu máli. Þetta segir Gunnlaugur Víðir Guðmundsson félagsmálafræðingur sem starfað hefur með ungu fólki í tvo áratugi bæði á Akureyri og í Reykjavík og er nú forstöðumaður Gleðibankans, félagsmiðstöðvar Hlíðaskóla. Við ræddum þetta við Gunnlaug í dag og leituðum skýringa og ræddum hvaða þættir hafa áhrif á þessa hegðun barna og hvernig við getum brugðist við henni.
Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkillinn var að þessu sinni borinn að höfðum okkar, nánar til tekið að húfum og höfuðfötum. Guðjón velti því fyrir sér hvernig húfan sem slík verður til í mannkynssögunni, hvers vegna og hvað það er sem gerist í mannslíkamanum við of mikinn kulda og of mikinn hita. Að lokum skoðaði hann örlítið hvers vegna sum okkar virðast alltaf þurfa að vera með húfu á meðan önnur setja þær helst ekki upp.
Og svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var Tanja Rasmussen frásagnafræðingur og bóksali. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tanja talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Limits to Growth e. Donellu Meadows o.fl.
Mikilvægt rusl e. Halldór Armand
Moldin heit e. Birgittu Björgu Guðmarsdóttur
Eldri konur e. Evu Rún Snorradóttur
Jólabókarleitin e. Jenny Colgan
Twilight serían e. Stephenie Meyer
Sjálfstætt fólk e. Halldór Laxness
Tónlist í þættinum:
Litli tónlistarmaðurinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ellý Vilhjálms (Freymóður Jóhannsson)
Ást / Ragnheiður Gröndal (Magnús Þór Sigmundsson, texti Sigurður Nordal)
Lapis Lazuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson)
UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Ingibjörg Þórðardóttir fylgist með stjórnmálunum úr annarri átt en við hér heima. Hún hefur gegnt ýmsum ritstjórastörfum fyrir CNN og breska ríkisútvarpið BBC. Hún rýndi stjórnmálastöðuna með Þóru Tómasdóttur ræddi við hana um glænýja stöðu í íslenskum stjórnmálum eftiralþingiskosningar. Ingibjörg kallar eftir meira aðhaldi fjölmiðla með loforðum stjórnmálamanna.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Fyrir rúmu ári ákvað heilbrigðisráðherra að ráðast í heildarendurskoðun á áfengis- og vímuefnastefnu íslenskra stjórnvalda. Hluti af þeirri vinnu var að skipa starfshóp sem átti að semja tillögur að skaðaminnkunarstefnu, þeirri fyrstu sem skrifuð hafði verið á Íslandi. Og í lok síðustu viku skilaði hópurinn umfangsmikilli lokaskýrslu sem inniheldur meðal annars greiningu á stöðu skaðaminnkunar á Íslandi og tillögur að skaðaminnkunarstefnu. Í dag fáum við til okkar Helgu Sif Friðjónsdóttur, formann starfshópsins, og köfum með henni ofan í skýrsluna.
Hvernig held ég jólastjörnunni minni fallegri alla aðventuna og yfir jólin? Er minni lykt af jólaeplum í dag heldur en fyrir nokkrum áratugum? Þetta ætla garðyrkjufræðingar hjá Grasagarðinum í Reykjavík að fara yfir í sérstöku fræðsluerindi í blómum prýddum garðskála garðsins á morgun kl. 17. Við fáum til okkar einn þeirra, Svavar Skúla Jónsson og ræðum tengsl plöntuheimsins við jólin, vinsælar jólaplöntur og fleira.
Og í lok þáttar kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV í heimsókn með rafmagnaða upptöku úr safni RÚV.
Tónlist og stef:
GP, Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Tegund.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
Sigurður Guðmundsson - Orðin mín
Borges, Lô, Nascimento, Milton - Cravo e canela.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Hafliði Hallgrímsson leikur á selló og Bobert Bottone á píanó, lokaþátt, Finale úr Sónötu fyrir selló og píanó eftir Claude Debussy. Hljóðritun gerð í Austurbæjarbíói árið 1974.
Barbara Hannigan syngur og Stephen Gosling leikur á píanó, Split the Lark - sjö næturljóð fyrir söngrödd og píanó, eftir John Zorn. Ljóð eftir Emily Dickinson.
Anne-Sophie Mutter leikur á fiðlu og Lambert Orkis á píanó, annan þátt, Andante espressivo úr Sónötu fyrir fiðlu og píanó í h-moll eftir Ottorino Respighi.
Kordo kvartettinn leikur Sex bagatellur op. 9 eftir Anton Webern.
Þættir verksins eru:
1. Mässig
2. Leicht bewegt
3. Ziemlich fliessend
4. Sehr langsam
5. Äusserst langsam
6. Fliessend
Sif Tulinius leikur á fiðlu, fyrsta þátt af fjórum úr Dark gravitiy eftir Viktor Orra Árnason.
Ástríður Alda Sigurðardóttir leikur á píanó, fyrsta þátt af fjórum, Grave-Doppio movimento úr Sónötu nr 2. op. 35 í b-moll eftir Frédéric Chopin.
Útvarpsfréttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Við byrjum á að fara í heimsókn til Guðrúnar Evu Mínervudóttur sem var að gefa út skáldsöguna Í skugga trjánna - skáldævisögu í anda Skeggs Raspútíns sem kom út árið 2016. Guðrún tekst í nýju bókinni á við veruleikann og úr verður skáldleg og djúpvitur úrvinnsla sem er bæði áhrifamikil og þrælfyndin.
Svo hittum við Braga Pál Sigurðarson í þröngu húsasundi og spyrjum hann hvers vegna hann er upptekinn af meltingarfærum mannsins. Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen er skáldsaga sem fjallar um mann sem býr við hrakandi heilsu og slæma magaflóru. Í örvæntingu sinni gerir hann allt til að rétta úr kútnum og finnur til þess óhefðbundnar leiðir sem hafa óvæntar afleiðingar.
Viðmælendur: Guðrún Eva Mínervudóttir og Bragi Páll Sigurðarson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Heimildirnar sem við eigum um norræna goðafræði eru yfirleitt hliðhollar ásum, þeir eru fulltrúar þess ákjósanlega, skipaninni. Í þeirri tvíhyggju uppstillingu eru jötnarnir þá hálfgerð skrýmsli og það sem þeir standa fyrir jafnvel óæskilegt. En myndin er ekki svo einföld, því jötnar eru í raun vitrir, fjölkunnugir og ríkir. Ingunn Ásdísardóttir skoðar norrænu sagnirnar út frá sjónarhorni jötna í nýútkominni bók sem ber titilinn Jötnar hundvísir og verður gestur þáttar í dag.
Við sláum einnig á þráðinn til Eiríks Ágústs Guðjónssonar í fornbókaversluninni Bókinni og heyrum af bókauppboði.
Sölvi Halldórsson bókarýnir verður einnig með okkur í dag. Að þessu sinni rýnir Sölvi í Móðurást:Draumþing eftir Kristínu Ómarsdóttur og við fáum að auki hugleiðingu frá Magneu Guðmundsdóttur arkitekt, sem veltir fyrir sér mótun staðaranda í samhengi við nýtilkominn miðbæ Selfoss.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Kvöldfréttir útvarps
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Desember er genginn í garð og þess vegna ætlum við að fjalla um bækur sem er tilvalið að lesa í aðdraganda jóla. Felix segir okkur frá Ævintýrinu um Augastein sem hefur verið sett upp sem leikrit margoft fyrir jólin. Svo segja Agnes og Sigrún okkur frá álfunum Þorra og Þuru sem sjá um jóladagatal Ríkisútvarpsins í ár. Í lok þáttar segir Embla okkur hvað bókaormar í Hafnarfirði eru að lesa.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Barokkhópurinn ConorTico ásamt söngvurunum Maríu Konráðsdóttur og Mathias Spoerry á tónleikum í Norðurljósum Hörpu á Reykjavik Early Music Festival. Hljóðritun frá 27. mars 2024.
ConsorTico hópurinn er skipaður Sóveigu Steinþórsdóttur sem leikur barokkfiðlu, Natalíu Duarte sem leikur á barokkvíólu, Sigurði Halldórssyni barokksellóleikara , Sergio COto semt leiur á theorbu og lútu og Sólvegu Thoroddsen sem leikur á barokkhörpu.
Tónlistin:
Óþekktur höfundur - Sónata XI a 2 í D dúr úr Rost Codex ca 1680-88
Giulio Caccini 1551-1618 - Veró’l mio sol - úr Le nuove musiche (Flórens 1602)
Jacopo Peri 1561 - 1622 - Al fonte al prato - úr Le varie musiceh (Firenze 1609)
óþekktur höfundur - Sónata XLIII a 2 í C dúr - úr Rost Codex
Bellerofonte Castaldi 1581 - 1649 - Capriccio detto svegliatioio - úr capricci a due stromenti (Modena 1622)
Barbara Strozzi 1619-1677 - Miei pensieri - úr Ariete a voce sola op 6 (Venezia 1657)
Claudio Monteverdi 1567-1643 - Eri Gia tutta mia - úr Scherzi musicali (Venezia 1632)
Tarquinio Merula 1595 -1665 - Sónata LXXVI a 2 í C dúr “ La Pighetta” úr Rost Codex
Adriano Banchieri 1568 - 1634 - O bellissimi cappelli - úr Il virtuoso ritrovo academico op 49 (Venezia 1626)
Antonio Bertali 1605-1669 - Sónata XLI a 2 í a moll - úr Rost COdex
Allessandro Scarlatti 1660-1725 - Clori Mia H.130 - úr 14 Cantatas, ca 1690-1700
Giuseppe Zamponi 1605 - 1662 - Sónata XLV a 2 í amoll - úr Rost Codex
Sebastian Le Camus 1610-1677 - Lassez durer la Nuit - úr Arirs a deux et trois parties (Paris1678)
Francesco Corbetta 1615 - 1688 - Passacaille í G dúr - úr La Guitarre Royalle (París 1671)
Michel Lambert 1610-1696 - Vos mépris chaque jour - úr Airs á 1,2,3 og 4 parties avel la basse continue (Paris 1789)
óþekktur höfundur - Sónata XL á 2 í d moll - úr Rost Codex
Michel Lambert 1610-1696 - Dialogue de Marc Antoine et Cleopatre - úr Airs á 1,2,3 og 4 parties avel la basse continue (Paris 1789)
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Fyrir rúmu ári ákvað heilbrigðisráðherra að ráðast í heildarendurskoðun á áfengis- og vímuefnastefnu íslenskra stjórnvalda. Hluti af þeirri vinnu var að skipa starfshóp sem átti að semja tillögur að skaðaminnkunarstefnu, þeirri fyrstu sem skrifuð hafði verið á Íslandi. Og í lok síðustu viku skilaði hópurinn umfangsmikilli lokaskýrslu sem inniheldur meðal annars greiningu á stöðu skaðaminnkunar á Íslandi og tillögur að skaðaminnkunarstefnu. Í dag fáum við til okkar Helgu Sif Friðjónsdóttur, formann starfshópsins, og köfum með henni ofan í skýrsluna.
Hvernig held ég jólastjörnunni minni fallegri alla aðventuna og yfir jólin? Er minni lykt af jólaeplum í dag heldur en fyrir nokkrum áratugum? Þetta ætla garðyrkjufræðingar hjá Grasagarðinum í Reykjavík að fara yfir í sérstöku fræðsluerindi í blómum prýddum garðskála garðsins á morgun kl. 17. Við fáum til okkar einn þeirra, Svavar Skúla Jónsson og ræðum tengsl plöntuheimsins við jólin, vinsælar jólaplöntur og fleira.
Og í lok þáttar kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV í heimsókn með rafmagnaða upptöku úr safni RÚV.
Tónlist og stef:
GP, Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Tegund.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
Sigurður Guðmundsson - Orðin mín
Borges, Lô, Nascimento, Milton - Cravo e canela.
eftir Birgi Sigurðsson. Höfundur les.
„Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögðust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært ljós í fjarska.“ - Þannig hefst þessi saga sem segir frá Arnari, manni á besta aldri sem kominn er á ákveðin endimörk í lífi sínu. Hjónabandi hans er í rúst, heilsan kannski á tæpu stigi, og Arnar ákveður að yfirgefa Reykjavík og snúa aftur á æskustöðvarnar í sveitinni. Þar tekur líf hans aðra stefnu og öðlast nýtt inntak. Hann nær eins konar viðkvæmu jafnvægi í sál sinni, en jafnframt gerast atburðir sem snerta hann djúpt. Sagan lýsir dramatísku uppgjöri, eins og fleiri verk höfundarins.
(Áður á dagskrá 2009)
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Aukin harka er komin í samskipti barna í öllum árgöngum grunnskóla en þó sérstaklega á miðstigi og unglingastigi. Strákar þurfa að vera harðir og óhræddir og mega ekki klaga. Húmorinn er grimmur og stelpa eiga það til að lenda undir og láta lítið fyrir sér fara, en þar á bæ skiptir útlitið hvað mestu máli. Þetta segir Gunnlaugur Víðir Guðmundsson félagsmálafræðingur sem starfað hefur með ungu fólki í tvo áratugi bæði á Akureyri og í Reykjavík og er nú forstöðumaður Gleðibankans, félagsmiðstöðvar Hlíðaskóla. Við ræddum þetta við Gunnlaug í dag og leituðum skýringa og ræddum hvaða þættir hafa áhrif á þessa hegðun barna og hvernig við getum brugðist við henni.
Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkillinn var að þessu sinni borinn að höfðum okkar, nánar til tekið að húfum og höfuðfötum. Guðjón velti því fyrir sér hvernig húfan sem slík verður til í mannkynssögunni, hvers vegna og hvað það er sem gerist í mannslíkamanum við of mikinn kulda og of mikinn hita. Að lokum skoðaði hann örlítið hvers vegna sum okkar virðast alltaf þurfa að vera með húfu á meðan önnur setja þær helst ekki upp.
Og svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var Tanja Rasmussen frásagnafræðingur og bóksali. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tanja talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Limits to Growth e. Donellu Meadows o.fl.
Mikilvægt rusl e. Halldór Armand
Moldin heit e. Birgittu Björgu Guðmarsdóttur
Eldri konur e. Evu Rún Snorradóttur
Jólabókarleitin e. Jenny Colgan
Twilight serían e. Stephenie Meyer
Sjálfstætt fólk e. Halldór Laxness
Tónlist í þættinum:
Litli tónlistarmaðurinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ellý Vilhjálms (Freymóður Jóhannsson)
Ást / Ragnheiður Gröndal (Magnús Þór Sigmundsson, texti Sigurður Nordal)
Lapis Lazuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson)
UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Útvarpsfréttir.
Adriana Karolína Pétursdóttir, formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum áhrif kosninga og stjórnmálaumræðu á vinnustaði.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalistaflokksins, kemur til okkar.
Þorkell Helgason, stærðfræðingur, ræðir kosningakerfið og atkvæði sem falla dauð niður.
Guðmundur Ari Sigurjónsson frá Samfylkingu og Jónína Björk Óskarsdóttir frá Flokki fólksins.
Viktor Orri Valgarðsson nýdoktor í stjórnmálafræði ætlar að gera upp ýmislegt tengt kosningunum með okkur.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Tónlistargetraun dagsins var á sínum stað og ekki tók það langan tíma til að leysa þrautina.
Guðrún Árni á nýja plötu vikunnar, jólalögin eru farin að heyrast
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-12-02
Hljómar - Undrastjarna.
Laufey - Santa Baby.
IGGY POP - The Passenger.
Helgi Björnsson - Ef Ég Nenni.
Mendes, Shawn - Heart of Gold.
WHAM! - Last Christmas (pudding mix).
Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius - Ekkert blóð.
Kjalar - Stúfur.
Jungle - Let's Go Back.
Rakel Sigurðardóttir, Lón - Jólin eru að koma.
Steve Lacy - Bad Habit.
PRINS PÓLÓ - Læda slæda.
Flott - Ó, Grýla taktu þér tak.
KK, Jón Jónsson Tónlistarm. - Sumarlandið.
Band Aid - Do They Know It's Christmas [2024 Ultimate Mix].
Bríet - Takk fyrir allt.
DAVID BOWIE - Loving The Alien (80).
Mk.gee - ROCKMAN.
EGILL ÓLAFSSON & DIDDÚ - Það Brennur.
SMASHING PUMPKINS - Christmastime.
Williams, Robbie - Forbidden Road.
Bogomil Font, Kristjana Stefánsdóttir, Rebekka Blöndal - Hæ jólasveinn.
Harvey, P.J., Phillips, Tim - Love Will Tear Us Apart.
Smith, Elliott - Angel in the Snow.
Unnsteinn Manuel Stefánsson, GDRN - Utan þjónustusvæðis.
Páll Óskar Hjálmtýsson - Sjáumst aftur.
CHINA CRISIS - Wishful Thinking (80).
Hreimur - Þú birtist mér aftur.
Adele - Send My Love (To Your New Lover).
Hatari - Breadcrumbs.
Anna Katrín Richter - Got Me Feeling Like.
Milkywhale - Breathe In.
JAMIROQUAI - Little L.
Deal, Kim - Nobody Loves You More (bonus track).
Guðrún Árný Karlsdóttir - Sleðasöngurinn.
BJÖRG PÉ - Timabært.
GOMEZ - Whippin' Piccadilly.
Dasha - Austin.
Memfismafían, Dísa - Gefðu þeim pláss.
RIHANNA - Love on the brain.
Erna Hrönn Ólafsdóttir, Hr. Eydís - Þegar eru að koma jól.
Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Bensínljós.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forseti Íslands hittir í dag formenn flokkanna sex sem náðu kjöri á Alþingi. Formennirnir mæta til Bessastaða í röð eftir kjörfylgi. Formaður Viðreisnar lagði til að formaður Samfylkingarinnar fengi umboð til stjórnarmyndunar og vonar að hægt verði að taka fyrstu skref í átt að stjórnarmyndun í dag.
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna telur að vinstri flokkarnir sem ekki náðu brautargengi í nýafstöðnum kosningum ættu að íhuga að sameinast og ná þannig sex manna þingflokki.
Það er full ástæða til að skoða hvort lækka eigi þröskuld fyrir jöfnunarþingsæti að mati stjórnmálafræðings. Ekki er útlit fyrir að margir kjósendur hafi kosið taktískt á laugardag.
Aukin harka færist í mótmæli gegn ríkisstjórn Georgíu. Ástandið í landinu minnir um margt á aðdraganda rósabyltingarinnar árið 2003.
Bandaríkjaforseti hefur náðað son sinn, sem átti yfir höfði sér refsingu fyrir sakamál tengd skattsvikum og skotvopnakaupum.
Varasöm klakastífla hefur myndast í Ölfusá nærri Selfossi. Fólk í nágrenni við ána er beðið um að vera á varðbergi og lögreglan fylgist grannt með þróuninni.
Íslenska kvennalandsliðið vann sögulegan sigur í gær á EM í handbolta.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi og Lovísa stýrðu Popplandi, þó á sitthvorum staðnum og þátturinn var þéttur. Andrés Vilhjálmsson eða Addison Villa til viðtals í hljóðstofu Akureyrar. Ný íslensk tónlist frá Guðmundi Péturssyni, Árnýju Margréti, Laufeyju og fleirum. Lögin úr jólalagakeppni Rásar 2 og plata vikunnar kynnt til leiks, Notaleg jólastund með Guðrúnu Árnýju.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Það snjóar.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Timberlake, Justin - Selfish.
Júníus Meyvant - When you touch the sky.
CHRIS REA - Driving Home For Christmas.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
Guðmundur Pétursson - Battery Brain.
ALICE MERTON - No Roots.
SÚPER ÚLTÍMET BRÓS, Fríða Hansen - Jólageit.
TOPLOADER - Dancing In The Moonlight.
Hjálmar - Vor.
Árný Margrét - Happy New Year.
Father John Misty - She Cleans Up.
GDRN, KK, Magnús Jóhann Ragnarsson - Það sem jólin snúast um.
ROXY MUSIC - Love Is The Drug.
Ágúst Þór Brynjarsson - Með þig á heilanum.
Borgardætur - Amma engill.
Laufey - Santa Baby.
DAVID BOWIE - Heroes.
LCD Soundsystem - X-ray eyes.
Fleet Foxes - White Winter Hymnal.
Birkir Blær - Thinking Bout You.
Lúpína - Jólalag lúpínu.
Dina Ögon - Jag vill ha allt.
BUBBI MORTHENS & KATRÍN HALLDÓRA - Án þín.
GUÐRÚN ÁRNÝ - Hin fyrstu jól.
MORGAN WALLEN - Love Somebody.
KRISTJANA STEFÁNS, REBEKKA BLÖNDAL, BOGOMIL FONT - Hæ jólasveinn.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Kvöldfréttir útvarps
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Útvarpsfréttir.
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Í þessari viku fögnum við jólunum með Guðrúnu Árný Karlsdóttur, einni af ástsælustu söngkonum landsins. Hún kynnir fyrir okkur nýju plötuna sína, Notaleg jólastund, sem fangar hlýju og hátíðleik jólanna með fallegum útsetningum á klassískum og nýjum jólalögum. Fyrir utan yfirferð okkar um ferilinn, tónlistarnám og fleire deilir Guðrún með okkur hugleiðingum um sköpunarferlið, innblásturinn að plötunni og þeirri einstöku stemningu sem hún vonast til að miðla til hlustenda á aðventunni.