Víðsjá

Í ísbúð Steinunnar Arnbjargar og Bachað yfir sig með Davíð Þór og Tómasi Guðna

Við kynnum okkur nýútkomna plötu sellóleikarans og ljóðskáldsins Steinunnar Arnbjargar Stefánsdóttur, sem hún kallar Í ísbúð/Radość życia. Platan er eins konar portrett af Íslandi, sprottin úr tónleikaferð sem hún hélt í, ásamt tveimur öðrum flytjendum sem búsettir eru á Norðurlandi. ,,Einu sinni áttu öll börn á Íslandi sveit. á Ísland mörg tungumál," - segir Steinunn, og útskýrir með því efnisskránna, sem er tíunda hluta á pólsku, ásamt því eitt lag er sungið á svahílí, völdum fulltrúa fjölda annarra tungumála.

Svo fáum við einnig í heimsókn til okkar tónlistarmennina og vinina Tómas Guðna Eggertsson orgelleikara og Davíð Þór Jónsson píanóleikara. Þeir félagar hafa í mörg ár haldið tónleika í aðdraganda jólanna þar sem þeir túlka jólasálmaforleiki Bachs. Þessi kyrrðarstund fer fram í Hallgrímskirkju í hádeginu á laugardag.

Frumflutt

4. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,