Víðsjá

Cauda Collective og Eldjárn, Blængur, Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar

Við lítum í heimsókn í vinnustofu úti á Granda, þar sem tónlistamennirnir og bræðurnir Halldór og Úlfur Eldjárn taka á móti okkur, en tónverk eftir þá bræður verða frumflutt af kammerhópnum Cauda Collective í Hörpu næstkomandi sunnudag. Í strengjakvartettinum Flug/ Vindur sækir Halldór innblástur í teikningar af vindáttum og flugvöllum en í verkinu Mirari veltir Úlfur fyrir sér hæfileika okkar til komast yfir erfiðleika og sjá ljósið í myrkrinu. Á tónleikunum mun Cauda Collective einnig flytja verkið Fratres eftir Arvo Pert.

Trausti Ólafsson verður einnig með okkur í þættinum og þessu sinni rýnir hann í leikverkið Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem sýnt er um þessar mundir í Borgarleikhúsinu.

En við byrjum á íslensku bókmenntaverðlaununum. Það vakti talsverða athygli þegar verðlaunin voru veitt síðastliðin miðvikudag nýr verðlaunagripur hvíldi í höndum verðlaunahafa. Gripurinn nefnist Blængur og er bronshrafn og tekur hann við af verðlaunagrip Jóns Snorra Sigurðssonar, op­inn­ar bók­ar á granít­stöpli. Höfundurinn, myndhöggvarinn Matthías Rúnar Sigurðsson, er gestur okkar í dag.

Frumflutt

8. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,