Víðsjá

Stropha, Tatiana Bilbao og Þorleifur Gaukur

Ingibjörg Elsa Turchi mætir til okkar og segir frá plötunni Stropha. Hljóðheimur plötunnar sver sig í ætt við fyrri plötu Ingibjargar, Meliae, og er skapaður af sömu hljóðfæraleikurum auk nýrra blásara. Hildigunnur Sverrisdóttir fjallar um verðlauna-arkitektinn Tatiönu Bilbao en verk hennar leggja áherslu á félagslegar þarfir manneskjunar og hafa það markmiði skapa arkitektúr sem er virðisaukandi fyrir nærumhverfið. Þorleifur Gaukur Davíðsson, munnhörpuleikari með meiru, segir frá komandi plötu og lýsir tónlistarsenunni í Nashville.

Frumflutt

2. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,