Víðsjá

Séra Friðrik, Nostalgía, Skúlptúr/skúlptúr og Teprurnar

Í ljósi nýrra staðreynda sem komu fram í viðtali Kiljunar við Guðmund Magnússon, sagnfræðing, um líf séra Friðriks Friðrikssonar ræðum við við Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku og bókmenntafræðing, sem hefur lengi rannsakað hinsegin bókmenntir, þar á meðal skáldsögu séra Friðriks, Sölva sem kom út árin 1947 og 1948. Við lítum einnig inn á Gerðarsafni í þætti dagsins þar sem samsýning 10 listamanna rannsakar stöðu höggmyndalistarinnar í samtíma okkar. Sýningarstjórarnir, þær Brynja Sveinsdóttir og Cecilia Gaihede taka stöðuna. Snorri Rafn Hallsson rannsakar hvernig nostalgían snýst í höndum lítilla týndra og hræddra karlmanna. Og Nína Hjálmarsdóttir, leikhúsrýnir Víðsjár, fór á leikritið Teprurnar eftir skoska leikskáldið Anthony Neilson, sem frumsýnt var í borgarleikhúsinu á dögunum í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar - og segir frá í þætti dagsins.

Frumflutt

26. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,