• 00:02:20Baldvin Hlynsson - Tónbil
  • 00:16:19Teitur um Normu Tanega
  • 00:34:16Fimmtíu plöntur fyrir frið - Katrín Elvarsdóttir

Víðsjá

Fimmtíu plöntur fyrir frið, Tónbil, Norma Tanega

Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari sýnir nýjar ljósmyndir sínar í Berg Contemporary galleríi við klapparstíg sem heitir Fimmtíu plöntur fyrir frið. Þar ljósmyndar Katrín gróður, bæði bananaplöntur og forláta kirsuberjatré sem eru friðartákn frá félögum sem tengjast Japan og voru gróðursett í Hljómskálagarðinum árið 2011. Við heimsækjum galleríið og ræðum við Katrínu í þættinum.

Í Hörpu er um þessar mundir finna sýningu á verkum sem tengja saman myndlist, tónlist og eðlisfræði. Um er ræða prentaðar myndir eftir tónlistarmanninn Baldvin Hlynsson, en í þeim fangar hann útlit tónbilanna tólf í myndrænu formi. Hverri mynd fylgir svo texti um viðkomandi tónbil í sögulegu samhengi og fjallað er um þá tilfinningu sem tónbilið hefur þótt vekja í aldanna rás. Við ræðum við Baldvin í þætti dagsins.

Einnig fáum við pistil frá Teiti Magnússyni sem hefur undanfarið fjallað um glataða snillinga hér í Víðsjá. þessu sinni segir Teitur okkur frá fjöllistakonunni Normu Tanega. Tanega fæddist árið 1939 í Kalíforníu, móðir hennar var frá Panama og faðir hennar hljómsveitarstjóri af filipseyskum ættum. Tanega átti viðburðaríka ævi, ferill hennar var rússibanareið með viðkomu í New York og Evrópu, á toppum vinsældalista og í fangi ástkonu sinnar, Dusty Springfield.

Frumflutt

9. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,