• 00:02:14Refaat Alareer
  • 00:10:22Jóna Hlíf Halldórsdóttir: Orðið í Neskirkju
  • 00:26:21Tinna Royal á Akranesi

Víðsjá

Tinna Royal, Orðið og Refaat Alareer

Í þættinum hittir Víðsjá mynslistakonuna Tinnu Royal á vinnustofu sinni á Akranesi. Undanfarin ár hefur Tinna vakið nokkra athygli fyrir afar fjölbreytt verk. Allt frá málverkum til höggmynda af kleinuhringjum og nammiumbúðum til lágmynda af ryðguðum húsum til eyrnalokka og jólaskrauts.

Sýningin Orðið var opnuð um liðna helgi í Neskirkju en þar sýnir Jóna Hlíf Halldórsdóttir úrval verka sem hún hefur unnið á undanförnum árum. Í verkum sínum vinnur Jóna Hlíf með tungumálið í allri sinni breidd og dýpt. Innblásturinn sækir hún oft á tíðum í forna bókmenntatexta sem hún nýtir, meðal annars, til varpa ljósi á málefni samtímans. Sjálf segist hún í kjarnann alltaf vera skoða hvað það þýði vera manneskja. Við lítum við á sýningunni í þættinum.

Nýtt TMM kom út fyrir skemmstu og þar er finna þýðingu á ljóði eftir palestínska ljóðskáldið Refaat Alareer en hann var drepinn í loftárás ísraelsmanna þann 6. Desember síðastliðin. Þórdís Helgadóttir þýddi ljóðið fyrir tímaritið og flytur í þættinum.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson

Frumflutt

5. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,