Víðsjá

Kona, Úr sveit í borg í sveit, Rúmmálsreikningur og Kaveh Akbar

Í þætti dagsins heyrum við í nýjum bókmenntarýni Víðsjár: Kristínu Maríu Kristinsdóttur, sem verður með okkur í vetur ásamt fleiri gamalkunnum rýnum. Í dag rýnir Kristín María í bókina Konu, eftir nóbelskáldið Annie Ernaux, en hún kom nýverið út í íslenskri þýðingu Þórhildar Ólafsdóttur hjá Uglu útgáfu. Sýning Þórðar Hans Baldurssonar, Úr sveit í borg í sveit, hverfist um eins konar afturhvarf í sveitina úr borginni - Áður fyrr snerist samfélag á Íslandi nánast alfarið um sveitarlífið og landbúnað en í dag viðrist sveitin vera orðin ansi framandi staður, fyrir okkur borgar og bæjarbúum allavega. Við lítum inn á vinnustofu Þórðar Hans og fáum vita meira um þessa sýningu. Rúmmálsreikningur I er fyrsta bindi af sjö í skáldsögu hinnar dönsku Solvej Balle og hlaut höfundurinn bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra, fyrir fyrstu þrjú bindin. Fjórða bindið kom nýverið út í Danmörku og aðdáendur sögunnar bíða í eftirvæntingu eftir þremur síðustu. Í sumar kom fyrsta bókin út hjá Benedikt í þýðingu Steinunnar Stefánsdóttur svo íslenskir lesendur geta sökkt sér í þessa óvenjulegu sögu. Í þættinum sláum á þráðinn til Danmerkur og ræðum við Steinunni Stefánsdóttur þýðanda Rúmmálsreiknings. lokum heimsækir íransk-bandaríski höfundurinn Kaveh Akbar þáttinn og segir frá áhrifamikilli tónlist.

Frumflutt

21. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,