• 00:02:11Satu Rämö
  • 00:16:22And Björk of Course - rýni
  • 00:25:28Ragnar Kjartansson

Víðsjá

Ragnar Kjartansson á vinnustofunni, Satu Ramö, And Björk of course

Kikkið við myndlistina er sennilega frelsið, segir Ragnar Kjartansson sem opnaði sína fimmtu sýningu í i8 gallerí í síðustu viku. Sýningin kallast Móðir og barn, gin og tónik og þar gefur líta málverk eftir Ragnar. Ragnar hefur tekist á við málverkið allan sinn feril en oft á tíðum er það afsprengi gjörninga, sem það er líka einhverju leyti á þessari sýningu. Afsprengi ákveðins ástands sem hefur verið í gangi á vinnustofunni. Við lítum þangað inn í þætti dagsins.

Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í leikverkið And Björk, of course eftir Þorvald Þorsteinsson var frumsýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri um síðustu helgi.

Við ræðum einnig við einn vinsælasta rithöfund Finnlands, Satu Rämö. Vinsældir Satu eiga miklu leyti rætur rekja til nýlegs glæpasagnabálks hennar um rannsóknarlögreglukonuna Hildi sem býr og starfar á Ísafirði, en Ísafjörður hefur einmitt verið heimabær Satu síðastliðin fimm ár.

Frumflutt

27. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,