Víðsjá

Saknaðarilmur, tómið og Heaven

Í haust kom bókin Heaven, eftir japanska rithöfundinn Mieko Kawakami, út í áskriftarröð Angústúru. Í bókinni lætur höfundur sig varða afar þung umfjöllunarefni; einelti, útskúfun og einmannaleika en þræðir í gegnum þau frásögn af nokkuð óvenjulegri vináttu. Við ræðum við Jón Stefán Kristjánsson, þýðanda Heaven í þætti dagsins.

Við hugum einnig tóminu með heimspekingnum Freyju Þórsdóttur. Í dag fjallar hún um mikilvægi auða svæðisins og skoðar það frá ýmsum hliðum. Náttúran þarf pláss til athafna sig og halda jafnvægi, en þegar við gleymum mikilvægi plássins, eigum við það til trufla náttúrulegt flæði lífsins.

Og Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í leikverkið Saknaðarilm sem frumsýnt var í þjóðleikhúsinu um síðustu helgi.

Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Halla Harðardóttir

Frumflutt

19. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,