Víðsjá

Kvennafrídagur, Land næturinnar, Þriðja vistfræðin

Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur, rýnir í nýjustu skáldsögu rithöfundarins Vilborgar Davíðsdóttur sem nefnist Land næturinnar og er framhald af bókinni Undir Yggdrasil sem kom út árið 2020 og fylgdi lífshlaupi Þorgerðar Þorsteinsdóttur, barnabarni Auðar Djúpúðgu. Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, segir frá ráðstefnunni The Third Ecology eða Þriðja vistfræðin sem haldin var í Hörpu í síðustu viku, en þar veltu ræðumenn vöngum yfir því hvað arkitektúr-sagnfræði gæti lagt til í baráttunni gegn aðsteðjandi umhverfisvá. Við rifjum líka upp viðtal sem Halla Harðardóttir tók við myndlistamanninn Ragnheiði Jónsdóttur fyrir ári síðan þar sem þær ræða meðal annars tímamótaverkið Deluxe and Delightful sem sýnir brjóstmynd af konu með marglaga tertu á höfði sínu - en einnig ræða þær upplifun Ragnheiðar af kvennafrídeginum árið 1975.

Víðsjá vill benda á innslög Soffíu Auðar og Hildigunnar voru ekki tekin upp á kvennaverkfallsdaginn heldur á undangengnum dögum og vikum - og ekki var heldur nein aukavinna innt af hendi af þeirra hálfu til koma innslögunum í loftið í dag.

Frumflutt

24. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,