Víðsjá

Meyjar og völd, kínversk handrit og arkitektapistill Magneu

Bambusinn þjónar mikilvægu hlutverki í handritasögu Kínverja, sem skrifuðu gjarnan frekar á bambus en silki, áður en pappírinn var fundinn þar upp. Prentlistina eigum við líka Kínverjum þakka, en elstu minjar um skrifað mál eru frá því um 13 öldum fyrir okkar tímatal. Jón Egill Eyþórsson er einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði austur-asískra fræða og uppfræðir okkur um kínverska handritamenningu.

Konungsdóttirin Mábil sterka frá var ein af fræknustu hetjum íslenskra bókmennta í 500 ár. Hún var öðrum fremri í riddaralistum og drýgði miklar hetjudáðir í bardögum. Hetjudáðir hennar voru sagðar í Mábilar rímum sem komu fyrst fram í handriti á fimmtándu öld, en mjög dæmi eru um konur sem aðalpersónur í rímum þess tíma. hafa þessar rímur birst í fyrsta sinn á prenti, í bókinni Meyjar og völd - Rímur og saga af Mábil sterku, eftir Valgerði Kr. Brynjólfsdóttur, sem einnig er gestur í þætti dagsins. Einnig fáum við pistil frá Magneu Guðmundsdóttur, arkitekt.

Frumflutt

27. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,