Víðsjá

Innermost, Fúsi og félagspólitískt vald arkitektúrs

Hljómplatan Innermost úr smiðju gítarleikarans Mikaels Mána Ásmundssonar kom út um síðustu helgi. Þetta er þriðja breiðskífa hans en áður hefur hann gefið út plöturnar Bobby og Nostalgia Machine. Innermost er vissu leyti rökrétt framhald þessara tveggja platna en fetar vissulega nýjar en líka kannski gamlar slóðir því umfjöllunarefni hennar er æskan og áhrif tónlistar. Lögin eru samin um táningsár Mikaels, hlutina sem mótuðu hann og gerðu þetta tímabil mikilvægum stökkpalli út í fullorðinsárin

Trausti Ólafsson rýnir í leikritið Fúsa sem frumsýnt var um liðna helgi í Borgarleikhúsinu. Heimildaleiksýningu um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson þar sem hann fer yfir ævi sína en einnig eru valin atriði úr fjölbreyttu lífi hans leikin og önnur færð í söngbúning.

Við fáum við pistil um arkitektúr frá Hildigunni Sverrisdóttur í þætti dagsins. Í dag mun Hildigunnur skoða félagspólitískt vald arkitektúrs og skipulags. Við sögu kemur breska þingið, varnarmúrar, aðskilnaðarmúrar og ósýnilegir múrar.

Frumflutt

21. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,