Víðsjá

ATM, Pólskar rætur og daglegt líf á Íslandi og X

Sýningin Pólskar rætur og daglegt líf á Íslandi, var opnuð um liðna helgi í Þjóðminjasafninu. Þar gefur líta brot af því efni sem þegar hefur borist Þjóðháttasafni Þjóðminjasafnsins sem vinnur í því safna frásögnum Pólverja af Íslandi. Við lítum inn á Þjóðminjasafnið og ræðum við þær Ágústu Kristófersdóttur og Önnu Wojtynska um rannsóknina og sýninguna í þætti dagsins.

Eva Halldóra Guðmundsdóttir leikhúsrýnir fór sjá X eftir breska leikskáldið Alistair Mcdowall, í Borgarleikhúsinu um liðna helgi og segir frá.

Tríóið ATM sendi nýverið frá sér kassettu sem nefnist 1452 eða 14:52 eða 1.4.5.2 eða 1.452 - titillinn er ekki alveg skýr en plötuna einnig nálgast á Bandcamp síðu sveitarinnar. ATM vísar meðal annars í upphafsstafi meðlima tríósins, þeirra Ara Franks Ingusonar, Tuma Torfasonar og Moritz Christiansen. Við ræðum við Ara Frank um kassettuna í þættinum.

Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Halla Harðardóttir

Frumflutt

18. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,