Víðsjá

Stroke, Sara Björnsdóttir, nostalgía, Ég get ekki hætt að hugsa um...

Ég get ekki hætt hugsa um Rithöfundasamband Íslands er ljóðabók og skrifblokk eftir Daníel Daníelsson, verðandi rithöfund. Bókin er póstmódernísk í eðli sínu og ögrar viðteknum hugmyndum okkar um ljóðabókina. Daníel kíkir í heimsókn og útskýrir þennan gjörning.

Listin er göldrótt, segir Sara Björnsdóttir sem sýnir um þessar myndir verk í Grafíksalnum við Tryggvagötu. Hvísl undirdjúpsins, myrkur heiður til ljóssins, kallast sýningin sem er einhverju leyti vitnisburður um tilfinningalegt ferðalag listakonunnar sjálfrar. Nýjar klippimyndir blandast eldri vatnslitamyndum þar sem blái liturinn og flæði vatnins er í forgrunni og útkoman eru marglaga heimar sem geyma ólíkar sögur. Við lítum inn í sal íslenskrar grafíkur í þætti dagsins.

Og við fáum annan pistil snorra rafns hallsonar af fjórum þar sem hann veltir fyrir sér nostalgíu. En við hefjum þáttinn í leikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór sjá Stroke, sem frumsýnt var um síðustu helgi í Tjarnarbíói.

Frumflutt

19. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,