• 00:03:06Konurnar á Eyrabakka
  • 00:16:03Pussy Riot
  • 00:33:34Draugapennar

Víðsjá

Draugapennar, Konurnar á Eyrabakka, Pussy Riot

Leigupennar eða draugapennar er fyrirbæri sem fylgt hefur hinu skrifaða máli um aldir. Draugapenni er í einföldu máli höfundur sem skrifar í nafni annars - manneskja sem semur eitthvað fyrir aðra manneskju sem síðan telst höfundur verksins; það gefur skilja leiga á slíkum pennum er yfirleitt í höndum efnameira fólks. Ástæða fyrir draugaskeytinu við orðið er oft ríkir leynd yfir því hver penninn er, enda þykir leiga á slíkri skrifþjónustu stundum vandræðaleg og jafnvel skömmustuleg. En undanfarin ár og jafnvel áratugi hafa orðið miklar breytingar á þessari leynd. Í þætti dagsins skoðum við nýja erlenda skáldsögu sem vakið hefur umræðuna um draugaskrif.

Síðastliðinn miðvikudag, þann 13.september, opnaði sýningin Flauelishryðjuverk - Rússland Pussy Riot, í Louisiana safninu í Danmörku. Sýningin er upphaflega hugarfóstur listamannarekna gallerísins KLing og Bang og Möshu Alyokinu úr Pussy Riot, og var vel sótt í Marshall húsinu í fyrra. Af gefnu tilefni rifjum við upp þessa sýningu og sögu Pussy Riot í þætti dagsins.

Einnig fáum við til okkar gest sem var senda fyrstu bókina sína í prentun, Jónínu Óskarsdóttur. Bókin kallast Konurnar á Eyrabakka og fjallar um líf og störf kvenna í þessu þorpi sem við upphaf síðustu aldar var einn helsti verslunarstaður landsins.

Frumflutt

19. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,