Víðsjá

Vínylplötur, fuglar og Þór Vigfússon

Víðsjá heimsækir Gerðarsafn í Kópavogi og ræðir við Þór Vigfússon myndistarmann sem þar sýnir verk sín á sýningu sem hann kallar Tölur, staðir. Í salnum sem Þór leggur undir sig eru fjórir jafnstórir ferningar, myndaðir úr sjö minni ferningum úr lituðu gleri sem dreifast um salinn eftir ákveðinni reglu. Við hittum Þór Vigfússon þegar hann var vinna uppsetningu innsetningarinnar á dögunum og heyrum það spjall í þættinum.

Við hugum einnig plötum í tilefni Alþjóðlega plötubúðardagsins sem fram fór um helgina. Við kíkjum í heimsókn og skoðum plötusafn Benedikts Freys Jónssonar sem hefur einnig notast við plötusnúðsnafnið Benni B-Ruff. lokum rifjum við upp pistil frá árinu 2018 sem Jóhannes Ólafsson flutti um fugla og veltir fyrir sér blaðagrein um þá eftir bandaríska rithöfundinn Jonathan Franzen.

Frumflutt

22. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,