Víðsjá

Svipmynd af myndlistarmanni / Amanda Riffo

Amanda Riffo hlaut á dögunum íslensku myndlistarverðlaunin fyrir sýningu sína House of Purkinje í Nýlistasafninu, sýningarstjóri var Sunna Ástþórsdóttir. Amanda er frönsk-sílesk myndlistarkona sem hefur verið búsett í Reykjavík í rúman áratug. Hún ólst hluta til upp í franskri sveit en fluttist snemma á lífsleiðinni með fjölskyldu sinni til Parísar. Myndlist lék ekki ýkja stórt hlutverk í uppeldi hennar en heimsóknir á söfn og gallerí í París voru tíðar og í raun venjubundnar hjá fjölskyldu hennar. Hún nam við Háskóla hinna fögru lista í París en skóli bauð á námsárum hennar upp á ótrúlegt frelsi fyrir nemendur sína sem krafðist þess þeir skipulögðu sig sjálfir eða flosnuðu upp úr námi. Amanda segist hafa flutt til Íslands fyrir slysni, en hugmyndin koma hingað í listamannadvöl kviknaði eftir hún fór á litla íslenska tónlistarhátíð í París um 2007. Hún ætlaði vera hér í nokkra mánuði en tíminn hljóp frá henni.

Samkvæmt dómnefnd myndlistaverðlaunanna:

Á sýningunni House of Purkinje samstillir Amanda ólíkar frásagnir á afar snjallan hátt, allt frá þekkingarfræði og ljósfræði, í gegnum eigin reynslu sína af listtengdu bútasaums-hagkerfi til gagnrýnnar skynjunar á samtímalistinni og gangverki þess. Það er mat dómnefndar House of Purkinje einstaklega áhugaverð sýning sem virðist í upphafi vera hlé á uppsetningarferli sýningar á meðan hvert smáatriði í glundroða slíkra ferla er listaverk, sem endurspeglar á snjallan hátt vinnusiðferði innan listheimsins og skapar breyttan veruleika þar sem hver hlutur er sviðsett útgáfa af sjálfum sér, rétt eins og á kvikmyndasetti.

Frumflutt

3. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,