Víðsjá

Marius von Mayenburg, tæknikapítalismi og Eros,Lucrezia Orsina Vizzana

Leikritið Ex eftir leikskáldið Marius von Mayenburg verður frumsýnt á stóra sviði þjóðleikhússins um helgina. Þetta er annar hluti í þríleik eftir þetta þýska leikskáld en um jólin var fyrsti hlutinn Ellen B frumsýndur þar á og svo verður loka hnykkurinn, Egal, frumsýndur í haust í leikstjórn leikskáldsins sjálfs. Við ræðum við þýðanda allra þessara verka, Bjarna Jónsson, um Meyenburg og glímuna við koma textanum yfir á íslensku í þætti dagsins.

Og í dag kynnir Víðsjá til leiks nýjan pistlahöfund, Freyju Þórsdóttur.

Freyja, sem er menntuð í heimspeki, verður með okkur næstu vikurnar á heimspekilegum nótum, og í sínu fyrsta pistli í dag fjallar hún um töfrabrögð tæknikapítalismans og frumkraftinn Eros.

Og við veltum fyrir okkur 400 ára gamalli tónlist eftir ítölsku nunnuna Lucreziu Orsina Vizzana. þann 1.janúar 1623 var gefið út í Feneyjum mótettusafn eftir hana sem er einstakt því það er það eina sem hefur varðveist af tónlist eftir konur sem störfuðu innan klaustra í Bologna á 17.öld. Næstkomandi laugardag, flytur Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk mótettusafn Lucreziu í Breiðholtskirkju í samvinnu við einsöngvara og tónleikaröðina 15:15. Þær Diljá Sigursveinsdóttir og Anna Hugadóttir verða gestir okkar í dag og segja okkur frá lífi og störfum Lucreziu Orsina Vizzana.

Umsjón: Halla Harðardóttir

Frumflutt

26. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,