• 00:02:47Piparfólkið
  • 00:13:43Kosmos Kaos
  • 00:27:22Veislumatur á landnámsöld

Víðsjá

Kosmos/Kaos, Veislumatur á Landnámsöld, Piparfólkið

Við stingum nefinu inn í Listasafni Árnesinga í þætti dagsins, en þar er opin, í þremur sölum safnsins, yfirlitssýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur, myndlistamans, sem nefnist Kosmos / Kaos. Á veggjunum hanga nokkrar vel valdar seríur úr smiðju Ragnheiðar bæði grafíkverk og kolateikningar en einnig er einn salur undirlagður fyrir glænýja seríu kolateikninga sem nefnist einmitt Kosmos / Kaos. Við ræðum við Daríu Sól Andrews, sýningarstjóra.

Hvað ætli fólk hafi borðað á landnámsöld? Grillaðan geirfugl, sel í byggsósu, soðna heiðagæs með kúalubbum, mjaðarsoðinn lunda eða grísabjúgu með osti og hvítlauk?þetta gæti allt komið vel til greina þvi öll þessi hráefni voru tiltæk hér á landi um landnám. Sagnfræðingurinn Kristbjörn Helgi Björnsson og kokkurinn Úlfar Finnbjörnsson hafa gefið út matreiðslubók, Veislumat á landnámsöld, þar sem hráefni úr íslendingasögunum eru innblástur í uppskriftir. Við ræðum við þá félaga í þætti dagsins.

En við hefjum þáttinn á leikhúsinu. Piparfólkið, sem sýnt er um þessar mundir í Kornhlöðunni, rými sem staðsett í Bankastræti 2, er afsprengi listatvíeykisins Díó.

Trausti Ólafsson tekur við.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson

Frumflutt

13. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,