Víðsjá

Safnasafnið, Jenný Karlsdóttir, Nýjar raddir

Það er alltaf ánægjuefni þegar Safnasafnið á Svalbarðsströnd opnar dyr sínar í sumarbyrjun. Í blíðskaparveðri um liðna helgi tóku stofnendur safnsins, Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir, ásamt stjórn safnins, á móti fjölda fólks þegar sýningar þessa árs voru opnaðar með pompi og prakt. Í þessu höfuðsafni íslenskrar alþýðulistar er enn eitt sumarið hægt sjá fjölbreyttar sýningar ólíkra listamanna í ævintýralegu umhverfi. Við sláum á þráðinn norður í þætti dagsins og fáum Níels til segja okkur frá sýningum ársins.

Einnig heyrum við í einum þeirra listamanna sem sýna þetta árið í safninu. Jenný Karlsdóttur. Jenný er annáluð handverskona sem hefur auk þess skapa sín eigin listaverk safnað sér stóru textílverkasafni í gegnum tíðina. Hún ánafnaði Safnasafninu nýverið allt safnið og mun þessi gjöf hennar verða kynnt á næstu árum með röð sýninga og fyrirlestrum. Fyrsta sýningin opnaði um liðna helgi, en hún samanstendur af faldbúningi efitr Jenný úr jurstlituðu garni, og puntuhandklæðum, en það er gripur sem húsfreyjur saumuðu út til heimilisprýði og hengdu upp í eldhúsi til hylja óhrein viskustykki.

Í dag er tilkynnt um það hver bar sigur úr bítum í handritakeppni Forlagsins, Nýjar raddir, þetta árið. ?Hér er ekkert sem sýnist,? segir aftan á kápu bókarinnar sem kemur út í dag. ?Undir hversdagslegu yfirborði leynist eitthvað annað; fólk er í áskrift öðru lífi, á sér skyndilega tvífara og draumar rætast eða verða engu. Andrúmsloftið er dularfullt og mörkin á milli veruleika og ímyndunar oft óljós.? Þetta er dularfullt smásagnasafn sem við ætlum afhjúpa nánar hér síðar í þættinum og ræða við höfundinn. Þar bera á góma áhrif frá Stephen King, Franz Kafka, andvökunætur og undarlegar martraðir.

Frumflutt

11. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,