Víðsjá

IceCon, Cancion Ranchera og Feneyjatvíæringurinn

Við fáum sendingu frá Feneyjum í þættinum. Starfsnemar í listfræði, myndlist og sýningastjórnun við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands munu á næstu vikum flytja stutt erindi um sýningar Feneyjartvíæringsins. Í pistli dagsins tekur Auður Mist, oftast kölluð Auja Mist, myndlistakona frá Reykjavík, til máls og segir meðal annars frá því hvernig jaðarsettir hópar í myndlist hafa nýtt dulspeki sem sameiningartákn

Þorleifur Sigurðsson verður einnig með í þættinum en hann hefur verið skoða tónlistarstefnur í ólíkum heimshornum sem eiga það sameiginlegt hafa haft gríðarleg menningarleg áhrif. þessu sinni mun hann segja frá Cancion Ranchera sem er mexíkósk þjóðlagahefð og er eitt helsta menningareinkenni Mexíkó.

IceCon-furðusagnahátíðin hefur göngu sína í fjórða sinn núna um helgina. Hugtakið furðusögur nær yfir fantasíur, vísindaskáldskap og hrollvekjur og allt þar á milli. Heiðursgestir í ár eru rithöfundarnir Emil Hjörvar Petersen, sem er einn stofnenda hátíðarinnar, Hugo-verðlaunahafinn John Scalzi og Lambda-verðlaunahafinn Kirsty Logan. Hátíðin hefst um helgina og verða hinir ýmsu viðburðir á dagskrá í Veröld Húsi Vigdísar. Anna María Björnsdóttir ræðir við þá Emil Hjörvar Petersen og Júlíus Árnason Kaaber, einn skipuleggjenda hátíðarinnar í ár í þættinum.

Frumflutt

21. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,