• 00:02:19Jarðsetning: rýni
  • 00:10:46Hjónaband rauðu fiskanna
  • 00:29:06Ghost Choir

Víðsjá

Hjónaband rauðu fiskanna, Ghost Choir, Jarðsetning

Tveir félagar úr hljómsveitinni Ghost Choir verða gestir þáttarins í dag. Sveitina mynda Hannes Halldórsson, Magnús Tryggvason Elíassen, Pétur Hallgrímsson og Jóhannes Birgir Pálmason en þeir Hannes og Magnús kíkja í spjall til okkar. út er komin glæsileg tveggja vínilplatna útgáfa sem heitir Cosmic Cedar, þetta er önnur plata Drauga-kórsins en við þessa fjórmenninga bætast síðan einir sex aðrir tónlistarmenn og úr verður seiður sem ýmist fer með mann eitthvert langt út í geim eða út í snarkandi eyðimörkina. Við heyrum af Ghost Choir og tónlistinni á nýju plötunni sem er innblásin mjög af tónlist miðausturlanda.

Við ætlum einnig kynna okkur í dag mexíkóskan rithöfund sem er einn vinsælasti í hinum spænskumælandi heimi. Rithöfund sem hefur mikið velt fyrir sér tengslum mannskepnunnar við dýr og plöntur., og sem er loks komin út á íslensku. ?Tengsl dýra og manna geta verið jafn flókin og þau sem sameina okkur mannfólkið,? skrifar Guadalupe Nettel, í smásagnasafninu Hjónaband rauðu fiskanna. Kristín Guðrún Jónsdóttir þýddi nýverið þetta athyglisverða smásagnasafn úr spænsku og hún verður gestur okkar í dag.

Og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Jarðsetningu eftir Önnu Maríu Bogadóttur, bók sem hlaut nýverið tilnefningu Hagþenkis.

Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir

Frumflutt

28. feb. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,