Víðsjá

Kassíópeia, Minnisvarðar Friðgeirs

Guðný Guðmundsdóttir hefur búið í Þýskalandi frá því hún útskrifaðist úr Mynd- og handíðaskólanum 1993. Í listsköpun sinni vinnur Guðný með ólíka miðla, teikningu, málverk, klippimyndir, skúlptúr, vidjó og ljósmyndun. Á sýningunni Kassíópeiu í Hafnarborg notar Guðný reynslu sína af því vera hafnað og speglar í grískri goðafræði, og veltir um leið fram spurningum um sjálfselsku og sært egó. Meira um það í seinni hluta þáttarins.

Við ætlum hefja leika í dag á því halda áfram glugga í Tímarit máls og menningar en annað tölublað ársins kom út á dögunum en þar hefur Friðgeir Einarsson verið birta hugvekjur um minnisvarða. Tvær slíkar greinar komu út í 1. Og 2. Tölublaði og eru tvær til viðbótar væntanlegar í næstu tölublöðum en í þeim veltir hann fyrir sér þessu stóra hugtaki frá nokkrum sjónarhornum. Friðgeir verður gestur okkar í þætti dagsins.

Frumflutt

10. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,