• 00:02:00Góða ferð inn í gömul sár: Rýni
  • 00:14:29Hvítleikinn í íslenskri myndlist
  • 00:34:50Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir

Víðsjá

Hvítleikinn í myndlist, Skil / Skjól, Góða ferð inn í gömul sár

Tímamót og kaflaskil, ólíkir kraftar, upphaf og endalok eru eitthvað sem Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir er takast á við í nýjum verkum, sem hægt er sjá í safnaðarheimili Neskirkju um þessar mundir á sýningu sem kallast SKil / Skjól. Verk hennar einkennast meðal annars af mikilli efniskennd en á þessari sýningu vinnur hún í fyrsta sinn heilu verkin með marmara. Við lítum inn í Neskirkju með Áslaugu í þætti dagsins

Við hittum líka Æsu Sigurjónsdóttur dósent í listfræði við Háskóla Íslands, en hún ætlar í hádegisfyrirlestri RIKK - Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum sem fer fram í hádeginu á morgun í Þjóðminjasafninu fjalla um Hvítleikann í íslenskri samtímalist. Hvítleikahugtakið hefur sjaldan verið notað í myndlistargagnrýni á Íslandi þrátt fyrir fræðimenn hafi um nokkurt skeið beitt því til afhjúpa kynþáttahyggju og karllægar staðalímyndir tungumáls og íslenskrar menningar. Við spyrjum út í hvítleikann og samtímalistina í þætti dagsins.

Góða ferð inn í gömul sár, eftir Evu Rún Snorradóttur, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um liðna helgi. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið.

Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir

Frumflutt

7. feb. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,