Víðsjá

Viibra, ekkert og Grafreiturinn í Barnes

Í þættinum heyrum við af nýrri plötu og útgáfutónleikum flautuseptettsins Viibru, en stallsysturnar sjö sem sveitina skipa ferðuðust víða um heim með Björk Guðmundsdóttur á síðustu árum, blésu í fjölbreyttar flautur sínar og runnu í raun nánast saman við tónlistina. Við hittum í þættinum Berglindi Maríu Tómasdóttur, flautuleikara og Margréti Bjarnadóttur, danshöfund, og ræðum tónleika í Hörpu á sunnudag, nýju plötuna og samstarfið við Björk.

Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur, rýnir í þýðingu Gyrðis Elíassonar á bók breska rithöfundarins Gabriel Josipovici, Grafreiturinn í Barnes.

Og við rifjum upp innslag frá árinu 2021 um umdeilda sölu á verki ítalska myndlistarmannsins Salvatore Garau, verkinu Il sono, sem mætti þýða sem, ég er, en salan komst í heimsfréttirnar vegna þess verkið sjálft er eiginlega ekki neitt. Ekkert. Tómarými.

Frumflutt

23. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,