• 00:02:12Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis
  • 00:06:16Svipmynd af Rögnu Róbertsdóttur

Víðsjá

Svipmynd af myndlistarmanni / Ragna Róbertsdóttir

Ragna Róbertsdóttir er fædd í Reykjavík 1945. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum og í Konstfack listaháskólann í Stokkhólmi en hefur búið og starfað jöfnum höndum í Reykjavík, Arnarfirði og Berlín. Ragna er hjá Parsons Projects gallerý í Berlín og i8 hér heima.

Ragna er einn fremsti listamaður landsins og hefur sýnt víða um heim. Hún hefur verið tilnefnd til hinna mikilsvirtu Carnegie-verðlaunanna og nýverið hlaut hún Gerðarverlaunin en þau eru veitt lista­manni fyr­ir ríku­legt fram­lag til högg­mynda- og rým­islist­ar á Íslandi. Í verkum hennar eru náttúruleg efni, þá sérstaklega jarðefni ráðandi og kannast eflaust margir við torfrúllur hennar, sagaða hraunið, þornað salt á gleri og vikurinn á veggjum.

Ragna hefur einnig, ásamt eiginmanni sínum Pétri Arasyni sem nýverið féll frá, verið stórtækur listaverkasafnari í gegnum tíðina. Hún er ein af stofnendum Gallerí Langbrókar en einnig rak hún ásamt Pétri sýningarrými bæði í Reykjavík og Berlín. Safn þeirra hjóna er það stærsta í einkaeigu á Íslandi og jafnframt eitt stærsta safn erlendrar samtímamyndlistar á landinu.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson

Frumflutt

7. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,