Víðsjá

Svipmynd af tónlistarmanni / Samúel Jón Samúelsson

Samúel Jón Samúelsson, tónlistarmaður, er Reykvíkingur sem hóf tónlistarnám sitt á Ísafirði. Þar komst hann í kynni við básúnuna sem hefur fylgt honum síðan. Það var svo í Tónmenntarskóla Reykjavíkur sem hann kynntist því spila með hljómsveit, nokkuð sem honum finnst allir menn ættu einhvertíman upplifa. Hann lauk kennaraprófi frá FÍH árið 1999 og einleikaraprófi ári síðar, og hefur starfað sem tónlistarmaður síðan, bæði sem básúnuleikari, tónskáld og útsetjari. Hann starfaði lengi með fönksveitinni Jagúar og stofnaði Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar 2005. Auk þess hefur hann starfað með fjölda tónlístarmanna og sveita, svo sem Sigur Rós, Tómasi R. Einarssyni, Hjálmum, Junius Meyvant, Stuðmönnum, Páli Óskari, Retro Stefsson og Stórsveit Reykjavíkur. Samúel verður gestur okkar í Svipmynd vikunnar.

Frumflutt

3. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,