Víðsjá

Auglýsingahlé, Satanvatnið og Stella Blómkvist

Ein stærsta myndlistarsýning ársins stendur yfir í þrjá daga á auglýsingaskiltum borgarinnar. Verkefni þetta nefnist Auglýsingahlé og er samstarf Billboard ehf., Y gallerý og Listasafns Reykjavíkur. Sýningin sem stendur yfir nefnist Ummyndanir og er úr smiðju Haralds Jónssonar myndlistamanns. Við ræðum við Harald í þætti dagsins.

Metal ballettinn Satanvatnið er í sýningu um þessar mundir í Tjarnarbíói. Eva Halldóra Guðmundsdóttir gerði sér ferð á sýninguna segir frá upplifun sinni í þætti dagsins.

Við opnum líka nýja rannsókn hér í þætti. Leggjum leið upp í Forlag og ræðum við Sigþrúði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra um hinn dulúðlega rithöfund Stellu Blómkvist.

Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson

Frumflutt

2. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,