Víðsjá

Horfinn heimur, bókmenntahátíð, skjalavarsla

Á morgun verður heimildamyndin Horfinn heimur eftir Ólaf Sveinsson forsýnd í Bíó Paradís. Myndin fjallar um gerð Kárahnjúkavirkjunar og hefur verið mörg ár í vinnslu. Hún var mestu tekin sumarið 2006, skömmu áður en byrjað var safna vatni í Hálslón Kárahnjúkavirkjunar, en einnig næstu sumur á eftir,

og síðast árið 2021 mynduðu kvikmyndagerðarmennirnir þær breytingar sem orðið hafa á svæðinu með tilkomu virkjunarinnar. Við ræðum við höfundinn í þætti dagsins.

Svo koma tveir sagnfræðingar í heimsókn til okkar til ræða ástand og horfur í skjalamálum. Sigurður Gylfi Magnússon prófessor í sagnfræði við er einn þeirra sem mun taka til máls í framsögu á málþingi sem fer fram í Þjóðarbókhlöðunni á fimmtudagskvöld kl. 20. Yfirskriftin er heimildir á vergangi (spurningamerki bætt við) en þar á ræða stöðu íslenskra skjalasafna í kjörfar nýlegrar ákvörðunar borgarstjórnar um leggja niður Borgarskjalasafn. Sigurður kemur til okkar og líka Ása Estar Sigurðardóttir sagnfræðingur sem er stjórnarmaður í Sagnfræðingafélagi Íslands og verður fundarstjóri á fimmtudagskvöld.

En við hefjum þáttinn á því melta nýafstaðna bókmenntahátíð með Birni Halldórssyni rithöfundi. Björn hefur sótt hátíðina frá því hann var unglingur , bæði sem áhorfandi og þátttakandi og hann var hæstánægður með hátíðina í ár.

Frumflutt

25. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,