Víðsjá

Einlífi ástarrannsókn, Koss Klimts, inngilding í arkitektúr

Hlín Agnarsdóttir tekst á við stórar spurningar og viðfangsefni í sinni nýjustu bók. Drusluskömm, valdaójafnvægi í samböndum, ástarkraftur og traust er meðal þess sem hún kryfur í bókinni sem kallast Einlífi, ástarrannsókn. Þetta er hennar þriðja bók þar sem hún vinnur með sína eigin lífsreynslu en í þetta sinn fléttast skáldskapur við reynslu höfundar. Bókin fjallar um ástarlíf aðalpersónunnar, sem hefur verið ekki verið alveg hefðbundið samkvæmt okkar samfélagsreglum. Hlín verður gestur okkar í dag.

Við veltum líka fyrir okkur ríflega hundrað ára gömlum kossi þegar Guðni Tómasson reyfar í þætti dagsins ýmis sjónarhorn á eitt þekktasta málverk austurríska málarans Gustafs Klimt.

En við hefjum þáttinn á viðtali sem Haukur Hákon Loftsson tók fyrir Víðsjá. Haukur hefur verið í starfsnámi hér í Útvarpshúsinu, en hann stundar diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Það segja inngilding og samfélag án aðgreiningar það sem Haukur brennur fyrir og því ekki undra hann hafi kosið taka viðtal við arkitekt hér í Víðsjá. Haukur ræðir við Önnu Maríu Bogadóttur, dósent í arkitektúr við LIstaháskóla Íslands.

Frumflutt

31. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,