Víðsjá

Kjarvalstaðir 50 ára, sannleikur í sjónrænu efni, Íslandsklukkan

Myndlistarhúsið á Miklatúni sem í daglegu tali heitir Kjarvalsstaðir og er hluti af Listasafni Rvk er fimmtíu ára. Þetta fallega hús hannað af Hannes Kr. Davíðssyni arkitekt sem var þar m.a. undir áhrifum af japönskum innblæstri í norrænan módernisma, þar sem áhersla var lögð á ómeðhöndluð náttúruefni bygginga ásamt léttleika og einföldun allra drátta. Vígsla hússins fór fram 24. Mars 1973 undir lúðrablæstri. Við rifjum hana upp í þætti dagsins og höldum á Kjarvalsstaði en þar verður opnuð á laugardag sýningin Kviksjá - íslensk myndlist á tuttugustu öld. Sýningarstjórarnir eru þrír, Edda Halldórsdóttir, Markús Þór Andrésson og Ólöf K. Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Við heyrum í Markúsi og Ólöf og Axel Hallkeli Jóhannessyni sem er hönnuður sýningarinnar.

Og svo segir Nína Hjálmarsdóttir sína skoðun á splunkunýrri uppfærslu á Íslandsklukkunni, en leik hópurinn Elefant sýnir verkið um þessar mundir í kassanum í þjóðleikhúsinu, undir leiksstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar

Á sunnudag verða sýndar í Bíó Paradís kvikmyndir sem hafa verið varðveittar í kvikmyndasafni íslands og í einkasöfnum þar til nýlega. Um er ræða nokkrar filmur sem hafa geyma rammpólitískt efni, filmur sem Kolbeinn Rastrick hefur undanfarið verið skoða og sem eiga það allar sameiginlegt sýna óeirðirnar við Alþingishúsið sem áttu sér stað þann 30. mars árið 1949 vegna fyrirhugaðrar inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Kolbeinn hefur ekki aðeins skoðað filmurarn sjálfar heldur einnig rýnt í viðbrögðin við þeim, og um leið skoðar hann hvernig sannleikurinn sem þar birtist er háður túlkun stríðandi fylkinga. Við ræðum við Kolbein í þætti dagsins.

Frumflutt

23. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,