Víðsjá

Heimahöfn Eirúnar Sigurðardóttur, Kim Hyesoon í Mengi og Sjá dagar koma/rýni

Í dag opnar einkasýning myndlistarkonunnar Eirúnar Sigurðardóttur í Grafíksal Hafnarhússins. Sýninguna nefnir hún Heimahöfn, en hún samanstendur af fjórum viðamiklum útsaumsverkum, auk grafíkverks. Heimahöfn er í raun framhald af einkasýningu Eirúnar á Svavarssafni á Höfn í Hornafirði í fyrra, og báðar byggja á hugleiðingum um það eiga einhvers staðar heima. Skáldin Fríða Ísberg og Brynja Hjálmsdóttir líta líka við í hljóðstofu til segja okkur af stærsta ljóðskáldi Kóreu, Kim Hyesoon, sem kemur fram á ljóðaviðburði í Mengi á laugardagskvöld. Og Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í nýútkomna skáldsögu Einars Kárasonar, Sjá dagar koma.

Frumflutt

15. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,