Víðsjá

Mistök

Við hugum mistökum í þætti dagsins. Gerum upp tæknilega misferla sem áttu sér stað í minningarþætti Víðsjár um Guðberg Bergsson. Beinum linsunni inn á við og biðjumst afsökunar.

Myndlistahátíðin Sequenses fer af stað í ellefta skipti í vikunni. Þar verður boðið upp á myndlistarsýningar, gjörninga, tónleika og kvikmyndasýningar. Á meðan hátíðinni stendur munu starfsnemar hennar koma í þáttinn vikulega og flytja okkur fréttir. Dagbjört Drífa Thorlacius og Bryn Nóel Francis ríða á vaðið í þætti dagsins en þau eru meistaranemar í listfræði við Háskóla Íslands.

Frumflutt

9. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,