Víðsjá

Hvíta tígrisdýrið, prentaraverkfallið 1923 og tónlist frumbyggja

Samskipti barna og fullorðinna, sem og feluleikurinn sem oft á sér stað í fjölskyldum er eitthvað sem hefur lengi verið sviðshöfundinum Bryndís Ósk Ingvarsdóttir hugleikið. Bryndís frumsýnir um helgina nýtt leikverk í Borgarleikhúsinu. Hvíta tígrísdýrið er fantasíuverk fyrir alla fjölskylduna, sem fjallar um þrjú börn sem búa uppi á háalofti undir ógnarstjórn Konunnar með kjólfaldinn. Þeim hefur verið talin trú um veröldin fyrir utan hættuleg og ekki bætir úr skák Hvíta tígrisdýrið fylgist með hverri hreyfingu úr skuggunum. Bryndís er gestur Víðsjár í dag.

Hlustendur heyra tónlistarpistil frá Jelenu Chirich. þessu sinni segir hún okkur frá örfáum tónlistarmönnum af frumbyggjaættum sem starfa í Kanada. Þetta eru tónlistarmenn sem eru innblásnir af ólíkum tónlistarstefnum, allt frá kantrý til dubstep, sem þeir svo blanda við hljóðheim og málefni frumbyggjaþjóða til skapa eitthvað alveg nýtt.

En þátturinn hefst á því rifjuð er um hundrað ára vinnudeilu sem hafði áhrif á fjölmiðlaneyslu íbúa Reykjavíkur. Við rifjum upp prentaraverkfallið árið 1923.

Frumflutt

5. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,