Víðsjá

Afneitun og raunveruleikaflótti, Mancini og Vaughan, sjóræningjalög og 1. apríl

Á Jazzklúbbnum Múlanum verða haldnir tvöfaldir heiðurstónleikar á morgun. Spilað verður til heiðurs Henry Mancini og Söru Vaughan sem bæði hefðu átt 100 ára afmæli á þessu ári. Á tónleikunum koma fram söngkonan Rebekka Blöndal og píanóleikarinn Karl Olgeirsson ásamt hljómsveit og kafa þau meðal annars ofan í plötuna “Sara Vaughan sings the Mancini Songbook.” Við ræðum við Rebekku og Karl í þætti dagsins.

Freyja Þórsdóttir veltir tveimur stórum hugtökum fyrir sér: afneitun og raunveruleikaflótta. En í því samhengi lítur hún m.a. til örsögu eftir Edgar Allan Poe og kvikmyndarinnar The Zone of Interest.

gefnu tilefni rifjum við upp innslag um huldulistamanninn G. Weller frá því í haust. G. Weller á hafa verið stúdíóspilari og meðspilari í mörgum hljómsveitum í Los Angeles á 8. Áratugnum en látið sig hverfa algjörlega úr bransanum og aðeins skilið eftir nokkrar dularfullar kassettuupptökur.

Frumflutt

2. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,