Víðsjá

60 gjörningar, að hugsa í oeuvre, arkítekt á ferðalagi, tréútskurður

Við förum í heimsókn í vinnustofu í Stykkishólmi í þætti dagsins, og hittum þar Ingibjörgu H. Ágústsdóttur. Ingibjörg sker listilega út í linditré, verk innblásinn af íslenskum þjóðsagnaarfi og fugla sem standa út frá veggjum. Ingibjörg er alin upp í stórhýsinu Tang og Ris í miðbæ Stykkishólms og þar er hún með glæsilega vinnustofu sem er fyrst og fremst slík, en hægt er heimsækja eftir samkomulagi. Guðni Tómasson ræðir við Ingibjörgu í hólminum í þættinum.

Er hægt hugsa í höfundarverki? Er hægt vera listamaður sem pælir meðvitað í stóra boganum? listaverk eigi passa inn í stærri mynd sem þarf hanga saman. Þetta hljómar undarlega, sjálfhverf hugsun eða tilgerðarleg. En í ritgerðarsafninu Escape into meaning frá 2022 er ritgerð um einmitt þetta - hugsa í höfundarverki heitir hún eftir bandaríska blaðamanninn, youtuberinn og listpælarann Evan Puschak. Þar dregur hann fram tvo ólíka listamenn, bandaríska kvikmyndagerðarmanninn Quentin Tarantino og írska skáldið William Butler Yeats og sýnir hvernig þeir hugsa báðir á einhvern hátt um sína list meðvitað sem hluta af höfundarverki. Við flettum aðeins í þessari athyglisverðu ritgerð hér á eftir.

Aðalheiður Eysteinsdóttir, myndlistarkona, fagnar sextíu ára afmæli í vikunni og ætlar af því tilefni keyra hringinn í kringum landið með sextíu gjörninga. Með henni í för verður hópur listafólks sem mun taka þátt í gjörningunum sem verða fluttir á hinum ýmsu listasöfnum. Listin hefur alltaf verið samofin lífi Aðalheiðar, en margir þekkja hana sem Aðalheiði í Alþýðuhúsinu. Alþýðuhúsið á Siglufirði hefur verið heimili hennar og vinnustofa síðustu áratugi og þar hefur hún staðið fyrir allskyns viðburðum og sýningarhaldi. Gjörningarnir hafa alltaf verið hluti af hennar starfi en kannski er hún hvað þekktust fyrir tréskúlptúrana sína.

Við skulum hringdum norður í morgun og spurðum Aðalheiði hvernig henni hafi dottið þetta í hug, keyra hringinn með sextíu gjörninga.

Og við förum í ferðalag með Guju Dögg arkitekt, sem heldur áfram deila með okkur ferðasögu sinni um bretagna skagann. þessu sinni fer hún meðal annars á slóðir sjómannanna sem sigldu til íslands frá leirugum ströndum skagans.

Frumflutt

20. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,