Víðsjá

Svipmynd af rithöfundi

Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur, myndhöfundur og kennari er gestur okkar í Svipmynd dagsins. Ragnheiður hefur bæði skrifað og myndskreytt bækur fyrir börn og unglinga auk þess vera höfundur þriggja glæpasagna. Unglingasögur hennar hafa vakið mikla athygli og hefur Ragnheiður hlotið bæði Norrænu barnabókaverðlaunin og Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir verk sín. Hún hlaut einnig Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin, fyrir skáldsöguna Farangur árið 2022. Þann 1. maí fagnaði hún sjötugs afmæli og gaf sama dag út sína fyrstu bók sem hvorki hefur orðin barna, unglinga eða glæpa sem forskeyti. Bókin kallast Steinninn og fjallar um konu sem fær gjöf á tímamótum í lífi sínu sem hrindir af stað atburðarrás sem umbreytir lífi hennar.

Frumflutt

3. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,