Víðsjá

Passía, hamfarir og Fragile Magic

Á föstudaginn langa verður frumflutt í Breiðholtskirkju verkið Passía eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur. Ingibjörg Ýr hefur verið útnefnd sem Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum og í fyrra var verk hennar Fasaskipti tilnefnt sem tónverk ársins. Ingibjörg hefur einnig verið meðlimur í kór Breiðholtskirkju í áratug og er það kveikjan þessari nýju Passíu sem flutt verður á föstudaginn langa. Við heyrum meira af því í þætti dagsins.

Tríó Inga Bjarna Skúlasonar gaf út plötuna Fragile Magic í síðustu viku. Fragile Magic sem mætti þýða sem brothættur eða viðkvæmur galdur hverfist um þá hugmynd uppsretta tónlistar alltumlykjandi ráðgáta og það hlutverk tónskálda og tónlistarmanna reyna afhjúpa hana. Og þegar vel tekst til í því ferli á sér stað einhver afar viðkvæmur galdur. Við ræðum við Inga Bjarna í þætti dagsins.

Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntarýnir, verður einnig með okkur og þessu sinnu rýnir hún í fræðiritið Hamfarir í bókmenntum og listum eftir Auði Aðalsteinsdóttur.

Frumflutt

26. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,