Víðsjá

Hjartabrostnar borgir og svipmynd af leikmyndahönnuði

Svipmynd dagsins verður af Ilmi Stefánsdóttur sem er leikmyndahönnuður og myndlistarmaður. Hún ólst upp á frjóu og skapandi heimili og kviknaði áhugi hennar á listum snemma. Fyrir henni það nokkuð beint við nema myndlist og hóf hún námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands snemma á 10 áratug síðust aldar og lauk svo meistaranámi í myndlist frá Goldsmiths College í London árið 2000.

Ilmur hefur haldið fjölda einka- og samsýninga og lagði stund á gjörningalist hérlendis og erlendis. Í list sinni skoðar hún hið óvænta, til dæmis með því útbúa hljóðfæri úr straubretti eða ryksuga á sér eyrað. Hún er hluti af sviðslistahópnum Common Nonsense sem unnið hefur töluvert með stökkbreytta hluti og hegðun fólks. Hún segir leikhúsið nefnilega snúast um fólk.

Í þættinum heldur Jakub Stachowiak, rithöfundur, áfram esseyjuseríunni Hjartabrostnar borgir þar sem hann segir frá ferðalagi sínu til Ítalíu til skrifa skáldsögu og jafna sig á ástarsorg. Í síðustu pistlum heyrðum við af sárri höfnun sem Jakub varð fyrir þegar hann reyndi taka þráðinn upp aftur með sínum fyrrverandi í Róm. En ferðast hann með okkur til borgarinnar Napólí þar sem hann reynir dreifa huganum frá sorginni.

Frumflutt

10. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,