Víðsjá

Harbinger lokar, Kind og Ævintýrið

Gallerí Harbinger við Freyjugötu 1 lokar innan skamms eftir nær tíu ára starfsemi. Steinunn Önnudóttir segir það hafa verið gefandi en um leið lýjandi reka galleríið meðfram öðrum störfum, og komið því skella í lás. Við ræðum við Steinunni í þætti dagsins. Við fáum einnig heimsókn frá Þresti Helgasyni en í sumar gangsetti hann bókaútgáfuna Kind, lítið forlag sem hefur sérstakan áhuga á bókum um myndlist, hönnun og arkitektúr, menningarsögu og hvers konar fræði og vísindi. Og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í skáldsöguna Ætinvtýrið eftir Vigdísi Grímsdóttur.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson

Frumflutt

14. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,