Víðsjá

Arkitektúr á tímum loftslagsbreytinga, Tríó Sól, nostalgía

Á morgun hefst ráðstefna evópskra arkitektúrsagnfræðinga, sem haldin er á vegum Listaháskóla Íslands og MoMa í New York. Þar munu einir helstu fræðingar samtímans velta fyrir sér sambandi hins manngerða og náttúrulega umhverfis, sem er ansi spennuþrungið í dag, á tímum loftslagsbreytinga. Óskar Örn Arnórsson, arkitektúrsagnfæðingur og einn skipuleggjandi hátíðarinnar verður gestur okkar í dag.

Strengjatríóið Tríó Sól mun leika fimm verk á tónleikum í Hörpu í næstu viku en þeir nefnast Cantus Animalia eða söngur dýranna og eru verkin innblásin af söng fugla og hvala, froskakvaki og fleiri samskiptahljóðum dýra. Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir mætir í hljóðstofu og segir frá.

Og Snorri Rafn Hallsson flytur okkur upptakt sinn pistlaröð um nostalgíu, rekur uppruna orðsins til svissnesku alpanna og tekst á við eigin fordóma.

Frumflutt

10. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,