Víðsjá

Hlutskipti, Bright Future, Hreinn Friðfinnsson og Auður Haralds

Við lítum inn í Marshallhúsið í gallerí Þulu, þar sem systurnar Ingibjörg og Lilja Birgisdætur sýna verk á sýningunni Hlutskipti. Litaðar ljósmyndir, skúlptúrar, vidjóverk og síðast en alls ekki síst ilmur byggður á Ajaxlykt er meðal þess sem þær systur hafa skapað upp úr umbreytingaferli sem hófst með myglufundi og búslóðaflutningum. Með verkunum umbreyta listakonurnar farganinu sem fylgir endalausum hlutum og buguninni sem getur fylgt flutningum í fegurð sem þær sækja í náttúruna.

Bandaríska tónlistarkonan Adrianne Lenker gaf út plötuna Bright Future í síðustu viku. Öll lögin eru lifandi flutningur tekinn upp á hrátt segulband sem fangar áhrifarík augablik og miðla nærveru tónlistarmannanna á einstakan hátt. Við komum kynnum okkur plötuna í síðari hluta þáttar.

Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt verður með okkur í þætti dagsins og þessu sinni er hún með hugan við myndlist Hreins Friðfinnssonar.

Einnig heyrum við brot úr þætti Jóhannesar Ólafssonar um Auði Haralds sem verður í Páskadagskrá Rásar 1. Heyrum rödd Auðar úr safni ásamt glefsum úr viðtali Jóhannesar við Dagnýju Kristjánsdóttur og Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur.

Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Halla Harðardóttir

Frumflutt

25. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,