Víðsjá

Svipmynd af teiknara: Rán Flygenring

Rán Flygenring er teiknari, en einnig rithöfundur, listamaður, hönnuður og aktívisti. Hún fæddist í Noregi en ólst mestu leyti upp í Hlíðunum, umkringd pennum og pappír með þá ósk í brjósti verða sendill þegar hún yrði stór. Rán er margverðlaunaður höfundur sem hefur gefið út fjölda bóka, ein eða í félagi við aðra. Í gær kom út hennar þriðja samstarfsverkefni með Hjörleifi Hjartarsyni, bókin Álfar. Rán er náttúruverndarsinni og í sumar vakti hún mikla athygli fyrir myndlýsingar sínar á sögu hvalveiða við Ísland. Rán verður gestur Víðsjár í Svipmynd dagsins.

Frumflutt

18. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,