Víðsjá

Auður Haralds, Skærlitað gúmmulaði og Edda

Skærlitað gúmmulaði nefnist sýning sem verður á gallerý-vegg verslunarinnar Havarí í álfheimum um helgina. Páll Ivan frá Eiðum stendur baki sýningunni. Við tökum hann tali um sýninguna og gervigreind í þætti dagsins. Auður Haralds rithöfundur og blaðamaður lést á Landsspítalanum við upphaf þessa árs. Við minnumst Auðar með því endurflytja viðtal Þorgerðar E Sigurðardóttur við hana um Hvunndagshetjuna frá 2015. Leikritið Edda eftir þau Þorleif Örn Arnarsson, Jón Magnús Arnarsson og Hörpu Rún Kristjánsdóttur var frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins á annan í jólum. Nína Hjálmarsdóttir fór í leikhúsið og segir frá í þættinum.

Frumflutt

4. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,