Víðsjá

Myndlist á heimilum, Aðventa, Arnaldur Indriðason

Það hefur eflaust ekki farið frá hjá mörgum bókmenntaunnendum Arnaldur Indriðason er ofarlega, ef ekki efst á flestum metsölulistum bókaverslana þessi dægrin. Þetta er orðin eins konar ný-jóla-hefð hér á landi en í Víðsjá í dag ætlum við aðeins velta vöngum yfir höfundinum og spyrja spurningar sem legið hefur í loftinu undanfarin ár - er Arnaldur Indirðason Arnaldur Indirðason? Gæti hann verið einhver annar? Nánar um það í þætti dagsins.

Fyrir skemmstu kom út bókin ?Myndlist á heimilum? þar sem hægt er skyggnast inn á íslensk heimili þar sem myndlist gegnir stóru hlutverki. Það segja heimilin endurspegli ákveðin tíðaranda og smekk og einmitt það og margt fleira ræðum við við einn af höfundunum, Olgu Lilju Ólafsdóttur, sem einnig er einn af stofnendum Y gallerís í Kópavogi.

Og Trausti Ólafsson rýnir í Aðventu, í uppsetningu Rauða sófans í Borgarleikhúsinu.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Frumflutt

11. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,