Víðsjá

5 Broken Cameras, Booker-verðlaun, Högni, nostalgía

Námsleið í Mið-Austurlandafræðum við Háskóla Íslands býður til kvikmyndasýningar á myndinni 5 Broken Cameras í Auðarsal í Veröld - Húsi Vigdísar í dag. Heimildamyndin er samvinnuverkefni Palestínumannsins Emad Burnat og Guy Davidi frá Ísrael, og fjallar um mótmæli palestínskra bænda gegn landtöku Ísraela á Vesturbakkanum. Myndin kom út árið 2011 og hlaut fjölda verðlauna, var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðaluna. Við ræðum við Þórir Jónsson Hraundal lektor í miðausturlandafræðum og arabísku við Háskóla Íslands og hann heldur utan um viðburðinn.

á sunnudag voru hin mikilsvirtu Booker verðlaun veitt við hátíðlega athöfn í London. Verðlaunahafi þessu sinni var írski rithöfundurinn Paul Lynch en hann hlýtur Bookerinn fyrir bókina Prophet Song sem dregur upp martraðakennda mynd af mögulegri nærframtíð Írlands þar sem öfga hægri öfl hafa komist til valda og borgarastyrjöld vomir yfir landinu. VIð kynnum okkur höfundinn í þætti dagsins.

Einnig rýnir Kristín María Kristinsdóttir í Högna, nýja skáldsögu Auðar Jónsdóttur og Snorri Rafn Hallsson flytur pistil um nostalgíu.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson

Frumflutt

27. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,